Vorið - 01.03.1946, Qupperneq 5
VORIÐ
3
er gott útsýni, og ekki skortir heil-
næmt loft.“ Hún settist því rétt á
milli fótanna á hamingjusama kon-
ungssyninum.
„Ég hef gullbúið svefnherbergi,"
sagði hún lágt við sjálfa sig, þegar
hún litaðist um og bjóst til að taka
á sig náðir. En rétt þegar hún var
að stinga höfðinu undir væng sér,
datt stór vatnsdropi ofan á hana.
„betta er skrítið,“ sagði hún. Það
er lieiðskírt, og hvergi sést votta
fyrir skýhnoðra á himninum.
Stjörnurnar blika og'glitra, en samt
er rigning. Loftslagið hérna í Norð-
ur-Evrópu er ekki upp á marga
fiska. Ilmreyrnum góða þótti vænt
um rigninguna, en það var af ein-
skærri eigingirni.“ Þá féll annar
dropi úr lofti.
„Hvaða gagn er eiginlega að
standmynd, ef hún getur ekki verið
til skjóls í rigningu?" sagði hún.
Ég verð að svipast um eftir notaleg-
uin reykháf," og hún ákvað að hafa
sig á burt.
En áður en hún hafði lyft vængj-
unum til flugs, féll þriðji dropinn,
og hún leit upp og sá — Já, hvað
haldið þið, að hún hafi séð?
Augu konungssonarins hamingju-
sama voru full af tárum og tár
íunnu niður eftir hinum gullnu
kinnum hans. Andlit hans var svo
fagurt í tunglsljósinu, að hjarta
svölunnar fylltist meðaumkun.
„Hver ert þú?“ sagði hún.
„Ég er hamingjusami prinsinn."
„Hvers vegna grætur þú þá?“
spurði svalan. „Þú hefur gert mig
holdvota."
„Þegar ég var á lífi og bar rnann-
legt hjarta í brjósti mér,“ svaraði
standmyndin, „þá þekkti ég ekki
til tára, því að ég bjó í höll þeirri,
er Vanangur nefndist, og þar er
sorginni ekki veittur aðgangur. Á
daginn lék ég mér með félögum
mínum í hallargarðinum, en á
kvöldin stjórnaði ég dansinum í
viðhafnarsalnum, en ég lét undir
liöfuð leggjast að forvitnast um það,
sem var handan við múrvegginn,
því að allt, sem var umhverfis mig
innan hans, var svo dásamlega fall-
egt. Hirðmenn mínir kölluðu mig
hamingjusama konungssoninn, og
hamingjusamur var ég, ef skemmt-
anir geta kallast hamingja. Þannig
lifði ég, og þannig dó ég. En nú
}:>egar ég er dáinn, hafa þeir sett
mig hér í svo háan sess, að ég get
séð eymdina og skuggahliðarnar í
borginni, og þótt hjartað í mér sé
úr blýi, get ég ekki varizt gráti."
„Hvað er þetta, hann er þá ekki
úr gulli að öllu leyti!“ sagði svalan
við sjálfa sig .Hún var of kurteis
til að láta nærgöngular athugasemd-
ir til sín taka.
„Langt í burtu,“ hélt standmynd-
in áfram í lágum hljómþýðum
rómi, „langt í burtu héðan við
þrönga götu er lítið fátæklegt hús.
Einn glugginn er opinn, og í gegn-
um hann get ég séð konu, sem situr