Vorið - 01.03.1946, Síða 7
V O R I Ð
5
tilbúinn fyrir liirðdansleikinn,"
svaraði hún, „ég lief beðið saurna-
konuna að sauma í hann blóm, en
saumakonum er annað betur gefið
en kappsemi við vinnu sína.“
Svalan flaug yfir ána og sá ljós-
kerin á siglutrjám skipanna. Hún
fór yl'ir Gyðingahverfið og sá gömlu
Gyðingana semja um kaup sín á
milli og vega peninga í stórum
koparvogum. Að síðustu kom hann
að fátæklega húsinu og gægðist inn.
Drengurinn bylti sér veikur í
rúnrinu, og móðirin hafði sofnað
út af; hún var svo þreytt.
Svalan hoppaði inn um gluggann
og lagði stóra roðasteininn á borðið
hjá fjngurbjörg konunnar. Síðan
flaug liún varlega í kringum rúmið
og veifaði vængjunum til að kæla
enni drengsins.
,,En sá blessaður svali,“ sagði
drengurinn. „ég held, að mér hljóti
að .vera að batna,“ .og hann sofnaði
vaerum svefni.
Þá flaug svalan aftur til konungs-
sonarins hamingjusama og skýrði
honum frá því, sem hún hafði gert.
,,Það er skrítið," sagði hún, „en
mér er orðið alveg hlýtt, þótt kalt
sé í veðri.“
,,Það er vegna þess, að þú hefur
tinnið góðverk," sagði konungsson-
urinn.
Og litla svalan fór að liugsa og
solnaði von bráðar. Hún varð alltaf
SVo syfjuð af því að hugsa.
Þegar dagur rann, flaug hún nið-
úr að ánni og fékk sér bað..
„Þetta er stórmerkilegt fyrir-
brigði,“ sagði prófessorinn í fugla-
fræði, í því hann gekk yfir brúna.
„Svala að vetrarlagi!“ Og hann
skrifaði langa grein um liana og
sendi til blaðsins þar í borginni.
Allir vitnuðu í greinina. Hún var
svo full af orðum, sem þeir ekki
skildu.
„í kvöld legg ég af stað til Egypta-
lands,“ sagði svalan og var í bezta
skapi, þegar hún hugsaði til þess.
Hún fór um borgina, skoðaði það
helzta af opinberum byggingum,
sem þar var að sjá og sat heillengi
el'st á kirkjuturninum. Hvar sem
hún fór tístu spörfuglarnir: „Gest-
urinn sá arna er heldur en ekki fyr-
irmannlegur,“ svo að hún skemmti
sér prýðilega.
Þegar tunglið kom upp, flaug
hún aftur til hamingjusama kon-
ungssonarins.
„Get ég rekið nokkur erindi fyrir
þig I Egyptalandi?“ sagði hún, „ég
er í þann veginn að leggja af stað.“
„Svala, svala, litla svala,“ sagði
prinsinn, „viltu þá ekki vera hjá
mér um kyrrt eina nótt til?“
„Það er beðið eftir mér í Egypta-
landi,“ svaraði svalan. „Á morgun
munu vinir mínir fljúga upp eftir
ánni að næstneðsta fossinum. Þar
lætur flóðhesturinn fyrirberast inn-
an um sefið, og guðinn Memnon
situr þar á veglegu hásæti úr.granít.