Vorið - 01.03.1946, Side 15
V O R I Ð
JÓH. ÓLI SÆMUNDSSON:
Við gluggann
Annan eða þriðja dag nýja ársins
átti skólinn að byrja. Skólinn! Ég
var hrifinn, alveg hugfanginn af
tilhugsuninni urn skólagöngu og
nám í mörgum bókum, félagsskap
með fleiri börnum og daglega til-
breytni frá viðburðnm fámenns
heimilis.
Ég var á ellefta árinu og hafði
ekki gengið á neinn skóla, en ég var
orðinn sæmilega læs, byrjaður ofur-
lítið að skrifa og búinn með fyrra
•hlutann af margföldunartöflunni.
Þetta hefði nú þótt heldur lítið
núna hjá svona gömlum snáða, en
ég kunni reyndar ýmislegt fleira, t.
d. margar vísur og lög, vers og bæn-
ir. Eg gat líka gert ýmislegt. Ég
kunni bæði að raka og slá. Mér þótti
afar gaman að slættinum, en samt
rakaði ég meira, því að þess var
meiri þörf. Svo kunni ég ögn að
prjóna, gat tvinnað á halasnældu og
þótti mér garnan að því síðar-
nefnda. Við það var dálítil hreyf-
ing. Við það gat ég sungið og ég
sparaði það víst ekki. Ég var alltaf
syngjandi, úti jafnt sem inni. Ég
kunni lög við alla helztu jólasálm-
ana og söng allt, sem ég kunni og
við átti á jólanóttina. Pabbi og
rnamma höfðu mjög gajnan af því
og það hvatti mig ákaflega mikið í
öllum efnum, þegar ég varð þess
var, að þeim líkaði vel.
Já, skólinn átti að fara að byrja.
Pabbi var búinn að gefa mér ís-
lendingasögu eftir Boga Th. Mel-
steð, barnabiblíu eftir séra Magn-
ús Helgason og séra Harald Níels-
son, landafræði efcir Karl Finn-
bogason, náttúrufræði eftir Bjarna
Sæmundsson og skólaljóð Þórhalls
Bjarnasonar biskups. Ég var afskap-
lega hrifinn af þessari bókaeign og
pabba þakklátur fyrir þær.
Mamma hafði saurnað handa
mér skólatösku úr striga og merkt
liana með stöfunum mínurn. Það
þótti mér falleg taska. Svo saumaði
liún handa mér Ijósgráar buxur og
gaf mér jafnframt röndótta peysu,
sem mér fannst hin mesta gersemi.
Ég var því sæmilega við því bú-
inn að fara að ganga á skólann. Að
vísu átti ég enga yfirhöfn, en það
gerði ekkert til. Ég var vanur að
vera úti, þó að kalt væri, og ég átti
hlýja ullarvettlinga, mórauða, og
röndótt hálsnet úr ull, sem liægt
var að breyta í tvöfalda skotthúfu,
sem náði ofan fyrir eyru og samt
var eftir nóg til að tvívefja utan um
hálsinn á mér. Gangan í skólann