Vorið - 01.03.1946, Page 18

Vorið - 01.03.1946, Page 18
VO Rl£» HERSILÍA SVEINSDÓTTIR frá Mælifellsá: Draumur Haralds Haraldur litli var orðinn níu ára og farinn að ganga í skóla. Hann var duglegur drengur, en mikill fyrir sér. Eina nýársnótt dreymdi hann undarlegan draum. Hann þóttist vera staddur í ákaflega stórri og skrautlegri höll. Þar kom hann í sal einn svo stór- an, að aldrei áður hafði hann séð neinn þvílíkan. Meðfram báðurn hliðum endilöngum voru skápar fullir af bókum. — Gaman væri nú að vita, hvað stendur í öllum þess- um bókum, hugsaði Haraldur. Rétt í því stóð hjá honum ljóm- andi engill, bjartur og fagur, með glitrandi silfurvængi. „Hver ert þú?“ spurði Haraldur. ,,Ég er verndarengillinn þinn,“ svaraði engillinn. ,,Ég fylgi þér alla daga og sé allt, sem þú gerir. Þegar þú ert góður drengur, þá er ég al- veg hjá þér, þó að þú sjáir mig ekki. Og ég hvísla góðum og falleg- um hugsunum í eyru þín og styrki þig þannig til þess að verða góður. En þegar þú gerir það, sem þú veizt að er ljótt, þá hörfa ég frá þér, en sé samt allt, sem þú gerir. Og þá er ég oft svo innilega hryggur og kenni í brjósti um þig. Ég sé líka, livað þú hugsar. Ég veit, hvað þú varst að hugsa áðan, þegar ég kom, og ég skal segja þér, hvernig bækur þetta eru. Þú átt hér bók og ég skal sýna þér hana.“ Og engillinn tók eina bók úr skápnum og sýndi Haraldi. Jú, það stóð heima, þarna var nafnið lians á henni. ,,I þessari bók eru 365 blöð,“ sagði engillinn. „Guð gaf þér hana fyrir ári síðan, og í henni stendur allt, sem þú hefur gert yfir árið. Þú hugsar ekki mikið um það, að í hvert sinn, senr þú ert slæmur drengur, kemur svartur blettur á fallegu bókina, sem Guð gaf þér. Öll börn eiga svona bók hjá Guði og setja svartan blett á hana í hvert sinn, sem þau gera eitthvað Ijótt, ef þau ekki sjá innilega eftir því og reyna til þess að bæta úr því. En þegar þau eru væn og dugleg, fá þau skínandi stjörnu í bókina sína.“ Og engiliinn fór að fletta bók- inni blað fyrir blað. Og tárin komu fram í augun á Haraldi litla, þegar hann sá stóru ,svörtu klessurnar á hvítu, fallegu blöðunum. „Þessi klessa kom,“ sagði engill- inn, „þegar þú nenntir ekki að sækja mjólkina fyrir mömmu þína, og hún mátti fara sjálf frá litlu syst-

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.