Vorið - 01.03.1946, Page 20

Vorið - 01.03.1946, Page 20
18 V O R I Ð samt,“ sagði hann, og sýndi honum eina. „Hún er vegna þess, að þú varst óánægður með bílinn, sem pabbi þinn gaf þér, af því að Siggi á loftinu fékk enn fallegri bíl. Það er ljótt að öfunda. Guð verður allt- af hryggur, þegar börn eru óánægð með það, sem þau hafa, og öfunda aðra.“ „Ég skal reyna að muna það,“ sagði Haraldur auðmjúkur. „Pabbi var líka hryggur yfir því, að ég var ekki ánægður með bílinn." „Nú er síðasti dagur ársins," sagði engillinn. „Á morgun byrjar nýtt ár. Þá gefur Guð þér nýja bók, og í liana kemur allt, sem þú gerir á því ári. Það vildi ég, að þú gætir haft hana fallegri en þessi er.“ „Það skal ég reyna,“ sagði Haraldur, „og ég skal biðja Jesú að hjálpa mér. Ó, hve það væri gaman að eiga hjá Guði blettlausa bók með skínandi stjörnum." „Reyndu það,“ sagði litli, fallegi engillinn liiminglaður um leið og hann setti bókina aftur á sinn stað. í sama bili vaknaði Haraldur í rúminu sínu. Það var kominn bjart- ur dagur, nýtt ár, og Haraldur átti nú nýja bók hjá Guði. Því gleymdi hann aldrei og varð framúrskarandi góður drengur upp frá þessu. Kennarinn: „Hvernig er hægt að vita, hvort eitthvað er rétt eða rangt?“ Óli: „Jú, það er auðvelt. Ef eitthvað er skemmtilegt, er það alltaf rangt.“ KRISTJÁN TR. JÓHANNSSON: Leysing Blærinn strýkur blítt um vanga minn, og brosir sólin heit og logaskær. í æðum mínum ólga blóð ég finn, senr ekki fann ég nokkuð til í gær. Snjórinn bráðnar, brunar mórauð á, brýtur skarir kát með dimmum söng. Yfir landi líða regnský grá. Lifnar allt á ný í fjallaþröng. Seinna spretta blómin björt á.fold, byggja fuglár hreiður sín í ró. og frjómögn þörf á ástkær ísafold og allir fá að strita og vinna nóg. Minn hugur fyllist svásum söng á ný, og svartir skuggar víkja liægt á braut. Mér finnst ég aftur verða frjáls og frí, er fjötur myrkurs vorsins geisli braut.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.