Vorið - 01.03.1946, Side 22
20
VORIÐ
og þegar ég komst heim að hús-
veggnum, fór ég að selja upp.
Ég varð ni'i svo aumur og mátt-
laus, að ég varð að skríða á höndum
og fótum heim að dyrunum.
Þá kom mamma út og sá, hve
aumur ég var.
„Guð hjálpi mér, hvers vegna
ertu svona fölur og veikur, elskan
mín?“ sagði hún.
„Ég borðaði ber,“ stundi ég tipp,
hálfskælandi.
Mainma tók mig nú í fangið og
bar mig inn í legubekk.
Þá fór ég að kúgast og selja upp.
Út úr mér sló köldum svita og
mér leið voðalega illa. Mér fannst
Iielzt eins og ég hefði verið hengd-
ur upp á fótunum, og öll innyflin
þrengdust upp í höfuðið á mér.
Aldrei hefur mér liðið svo illa á ævi
minni, hvorki fyrr né síðar. Nú
greip mig líka feikna hræðsla um
það, að ég hefði borðað eitur, og
væri nú að deyja. Að síðustu sofn-
aði ég svo út frá þessurn harmkvæl-
um, þeim mestu, sem ég hef liðið
um dagana.
Þegar ég vaknaði morguninn eft-
ir, fann ég til verkjar í höfðinu,
Iiafði suðu fyrir eyrunum og var
mjög máttfarinn. Mér leið hálf illa
og var í rúminu þennan dag.
En nú fékk ég að vita, hvernig í
öllu lá. Flöskunni með berjunum
náði félagi minn úr skáp, sem
amma hans átti. Berin voru einiber,
og á þeim liafði verið brennivín, og
voru því berin þrungin áfengi og
talsvert brennivín með þeim í flösk-
unni.
Við höfðum sem sé orðið drukkn-
ir af því að borða þau.
Þetta er í fyrsta og síðasta sinni,
sem ég hef orðið drukkinn. Oft
hefur mér staðið áfengi til boða
þau 50 ár, sem liðin eru frá þessunt
atburði. En líkamlegu og andlegu
þjáningarnar, sem ég Jroldi sól-
bjartan sumardag fyrir 50 árum,
hafa jafnan verið mér svo minnis-
stæðar, að ég hef skömm á áfengi,
og mun aldrei bragða Jrað framar,
hve gamall, sein ég verð.
Gamall skólastjóri.
RÁÐNINGAR
á Jirautum í síðasta hefti.
Orðþra'ut
H áma.
E dik.
G ala.
R auð.
I lur.
Fuglanöfn.
Næturgali, Lævirki, Svala, Kráka,
Hrafn, Dúfa, Fálki, Smirill, Örii,
Kondór, Rjúpa, Stelkur, Lóa,
Tjaldur, Hegri.