Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 6

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 6
2 VORIÐ KÁRI TRYGGVASON: Ferðaþáttur og sagan af Brandrós í Birkihlíð Þessi frásögn ætti víst að hefjast með lýsingu á henni Brandrós. En nú ætla ég að gerast rithöfundur og spinna stóran orðalopa utan um lít- ið efni. Og guð má vita, hvort hún Brandrós týnist ekki alveg innan í þeim lopa. Ég dvaldi um tíma á Akureyri fyrrihluta vetrar. Leið mér þar að ýmsu leyti vel, Þrátt fyrir rafmagnsleysi, steinolíu- leysi og aðra smávöntun, sem þessu fylgdi. En stórhríðarnar geisuðu og bærinn var svo að segja á kafi í snjó, þangað til ýturnar ruddu göturnar og greiddu leið fyrir fólkið — og blessaða mjólkina, sem bæjarbúar þurftu að fá úr nágrenninu. En heim varð ég að komast, þrátt fyrir allan snjó. Ég ákvað því að leigja mér hest og verða póstinum samferða austur að Fosshóli. Sunnudagurinn 30. nóv. var heiður og hreinn. Árla morguns stóð ég úti á götu ferðbúinn, og virti íyrir mér um- hverfið. Og aldrei hefur mér fund- izt Akureyri fegurri en þá. Yfir bænum hvíldi tigin ró. Allt var hreint og fagurt. Fjöllin í vestri gnæfðu í bláhvítri móðu, en fjörð- urinn blikaði lognkyrr og tær. Úti yfir hafinu glampaði sterkur roði, einkennileg litasamstæða, sem dofnaði og mildaðist er hærra dró á himin. Sannarlega dýrðlegt málverk af meistarahöndum gert! Ég gekk upp að Gagnfræðaskóla, því að vinur minn, Áskell söngkenn- ari, ætlaði að „skjóta“ mér yfir að Syðri-Varðgjá á „jeppanum“ sínum. Og þarna á götunni fór ég að hugsa um börnin og unglingana, sem daglega streymdu um þessa leið — í skólana, en þangað er þeim ætl- að að sækja veganesti, er aldrei þrýtur. Oft hef ég staðið við gluggann minn og horft á börnin á leið í skóla, og gaman hefði mér þótt að geta stundum lesið hugsanirnar, sem flögra um litlu kollana, sérstak- lega á „yngstu nemöndunum". Ég hef tekið eftir svipbrigðum litlu anganna og virt fyrir mér hreyfing- ar þeirra og látbragð, og ekki er laust við, að ég hafi stundum vor- kennt þeim í fjúki og frosti. En þau eru líka „glöð á góðum degi“, syngja

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.