Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 17

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 17
V O R I Ð 13 ugu og átta og sextíu. Gjörið þér svo vel.... Þakka, þakka! (Snýr sér að börnunum) Jæja, þá verð ég víst að kveðja, og ég þakka ykkur kærlega fyrir hjálpina. SVEINN: En við getum ekki tekið við þessum seðli. EIERRA PÉTUR: Getið þið ekki? Hvers vegna ættuð þið ekki að geta það? Verið þið svo sæl og berið kveðju til mömmu ykkar. SVEINN og ULLA: (taka í hönd frænda síns) Vertu sæll. Við þökk- um þér kærlega fyrir, frændi. (Hann tekur töskuna.) SVEINN: Ég skal hjálpa þér. HERRA PÉTUR: Nei, nei, dreng- ur minn. Þetta eru ekki nema fá- ein skref, og ég vil ekki að þið farið út í þröngina (Kinkar kolli og fer). SVEINN og ULLA: Vertu sæll, vertu sæll, frændi. SVEINN: Fimm krónur! Fimm krónur! ULLA: Má ég sjá seðilinn? SVEINN: Misstu hann Jrá ekki. Þetta verða tvær og fimmtíu á mann. Ég hef aldrei átt áður svo mikla peninga í einu. ULLA: Það er ekki rétt. Þú fékkst ]ró tíu krónur á afmælinu jDÍnu á sunnudaginn. SVEINN: Já, Jjað er reyndar satt. En ég tel þær nr'i eiginlega ekki, því að þær voru lagðar í bank- ann samstundis. Ég fékk varla að líta á þær. ULLA: En ætlarðu ekki að leggja Jretta í bankann? SVEINN: Nei, kerli mín. Nei, nú ætla ég að kaupa mér eitthvað, sem mig langar til að eiga. En nú skulum við fara. ULLA: Ég held, að við ættum að bíða, þangað til lestin hans frænda er farin. Ef við setjumst hérna, sjáum við, þegar hún fer. (Þau setjast.) En hvað ætlarðu að kaupa fyrir peningana? SVEINN: Sjáðu nú til, ég ætla að kaupa mér munnhörpu. ULLA: En þú fékkst munnhörpu í jólagjöf frá Katrínu frænku. SVEINN: Já, en liún er alveg ó- möguleg. Það skröltir í henni, eins og lnossabrest. Það var líka ómerkileg munnharpa, sem kost- aði bara fimmtíu aura. ULLA: Ég veit ekki betur en Jrú leikir nógu vel á hana samt. SVEINN: Jæja, þér finnst Jrað. Það sýnir bara Jrað, að Jm liefur ekki meira vit á músik en heyrnarlaus ugla. En ég skal segja þér það, að |>að fæst alveg úrvals munnharpa hérna í Aðalbúðinni, og hún kostar tvær krónur tuttugu og fimm aura. ULLA: Ætlar þú að kaupa hana? SVEINN: Já, ]>að er einmitt Jrað, sem ég er að hugsa um. Ég hef verið að óska þess í marga mán- uði, að ég gæti eignast svona grip. Og ég glápi á hana í búðarglugg- anum á hverjum einasta degi,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.