Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 14

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 14
10 V O R I Ð inu hans Kára er einnig talsvert af sjávardýrum, ígulker, krossfiskar o. fl. Ég bað Kára að skrifa mér svolít- ið um safnið sitt. Hann sendi mér meðfylgjandi mynd og eftirfarandi bréf: „Hér er mynd af mér og nokkrum steinunum mínum. Steinaxirnar eru frá steinöld. Sumar þeirra hef ég fengið frá afa mínum, en aðrar hef ég fundið sjálfur, því að ég leita allt- af að fáséðum steinum, þegar ég geng um. Ég á líka marga steingerv- inga af ígulkerum með myndamót- um eftir plöntur. Ég á einnig fullan kassa af kuðungum ('bobbum), sumir eru eins stórir og barns- höfuð en aðrir pínulitlir. Með kærri kveðju frá Kára.“ Svona er nú bréfið lians Kára. Haldið þið ekki, drengir, að gaman væri að koma sér upp svolitlu nátt- urugripasafni? Þurrkaðar plöntur, uppsettir fuglar og fuglsegg ætti að vera þar með. Byrjið strax á morg- un, og þið rnunuð sanna, að það borgar sig. Sendið svo „Vorinu“ línur um safnið ykkar. Til ham- ingju með þetta nýja verkefni! Gréta. Þegar ég ætlaði með næturlest- inni í sumar frá Osló til Stokk- Jiólms og við hjónin biðum í röð eftir því að opnað yrði niður á lest- arpallinn, þá vék sér að okkur norsk kona og bað okkur fyrir 12 ára Kári.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.