Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 13

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 13
VO RIÐ 9 EIRÍKUR SIGURÐSSON: KÁRI og GRÉTA Síðastliðið sumar ferðaðist ég um Norðurlöndin. Þar sá ég margt, sem lesendur „Vorsins" hefðu eflaust viljað sjá með mér. En af öllu var veðráttanognáttúran þó það dásam- legasta. Stöðugir hitar og blíðviðri, dásamlega fagurt blómaskrúð í öll- um skemmtigörðum, og stór og tign- arlegur trjágróður, sem ekki þekk- ist hér heima. Að þessu sinni ætla ég að segja ykkur, lesendur góðir, frá tveimur börnum, sem ég kynntist ofurlítið á ferðalaginu, dönskum dreng og norskri stúlku. Kári. Eg dvaldi í sumar 4 daga í Galten á Jótlandi lijá dönskum vini mínum og skólabróður. Við höfð- um verið saman á skóla fyrir 21 ári síðan, og rifjuðum nú upp gamlar minningar. Ég átti þarna yndislega daga. Galten er smábær skammt frá Árósum. Einn daginn fór ég upp á Himinfjallið. Það er nú raunar ekk- ert fjall, heldur aðeins dálítill ás skógi vaxinn og fagur samkomu- staður, því að þaðan sér yfir liin fögru Silkiborgarvötn. Hjónin í Galten, þau Jóhannes og Hagný, eiga tvö börn, F.llen Karen þriggja ára og Kára níu ára. Kári var ekki heima, þegar ég kom fyrst, en hann kom áður en ég fór þaðan. Og nú ætla ég að segja ykkur svolít- ið frá þessum dreng og áhugamál- um Iians. Strax þegar hann kom heim, sýndi hann mér safnið sitt. En hann á dálítið náttúrugripasafn, sem hann hefur komið sér upp sjálfur. I safninu eru alls konar steinar alla- vega litir. En það merkilegasta í safninu eru steinaldarvopn, bæði axir, hnífar, spjótsoddar og örvar- oddar. Alltaf finnst dálítið af þess- urn steinaldarmunum í jörðu í Dan- mörku, eftir þá menn, sem þá bjuggu þar. Hér á íslandi finnast aftur engir steinaldarmunir, því að þá var landið ófundið og hér engin byggð. Auk steinasafnsins á Kári mikið af skeljum og alls konar kuð- ungum (bobbum), sem hann hefur safnað út við ströndina, þar sem foreldrar lians hafa dvalið með börnin í sumarbústað. — Hugsið ykkur nú, hvað er gaman að því, að skoða náttúruna á þennan hátt. — Pabbi Kára hefur sagt mér, að hann finndi oft ýmislegt markvert í jörðu, þar sem aðrir finna ekkert, því að hann er alltaf að leita. í safn-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.