Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 26
22
VORIÐ
Jens hætti að syngja og horfði
felmtsfullur í kringum sig. En þeg-
ar hann kom auga á Litla-Jens, nam
liann staðar og sagði með mjúkum
rómi: „Æ, Litli-Jens, ert það þú.
Komdu, svo skaltu sjá, að ég hef dá-
lítið handa þér!“
Nú varð hljótt rneðal drengj-
anna. Ruglaði-Jens fór niður í vasa
sinn, tók tvö stór og falleg epli upp
og rétti Litla-Jens þau.
„Þarna geturðu séð, Litli-Jens,“
hvíslaði Hinrik að honum, „við
vissum að góðvinur þinn mundi
hafa eitthvað handa þér. Nú verð-
ur þú að bjóða honum heim til þín
og leika þér við hann í sandkassan-
um, litli vinur!“
Þá gerðist eitthvað hið innra með
Litla-Jens, sem hann gat aldrei
skýrt síðar. Hann stóð þarna og
horfði á hina framréttu hönd Rugl-
aða-Jens með hinum tveimur
fallegu eplum, og fyrr en hann eig-
inlega vissi af, hvað hann gerði, sló
hann með knýttum hnefa af öllu
afli á liinn framrétta handlegg, svo
að eplin ultu eftir óhreinum vegin-
um. En þessu var ekki þar með lok-
ið. Þegar Ruglaði-Jens rak upp
angistaróp og hrópaði: „Litli-Jens,
Litli-Jens,“ réðist drengurinn á
liann og sparkaði í stafinn hans, svo
að Ruglaði-Jens datt á veginn, og
þá fyrst varð honum ljóst, hvað
hann hafði gjört.
Samstundis heyrðist valdsmann-
leg rödd bak við drengjahópinn:
„Hvað gengur hér á?“ Og nú urðu
drengirnir smeykir, því að þetta var
Thomsen kennari. Hann hafði
heyrt hávaðann inn á skrifstofu
sína og var nú kominn út til að sjá,
hvað um væri að vera.
Enginn svaraði. Hann gekk beint
til Ruglaða-Jens, þar sem hann
lá stynjandi og grátandi og tautaði
st()ðugi: „Litli-Jens! Litli-Jens!“ —
Thomsen kennari hjálpaði honum
á fætur og sagði síðan við börnin:
„Allir drengirnir eiga nú sam-
stundis að fara inn og setjast í sæti
sín!“
Þegar hann hafði talað um fyrir
gamla manninum og sannfært sig
um, að hann hafði ekki meitt sig
neitt, lofaði hann honum að fara.
Svo tíndi hann eplin upp og gekk
inn til drengjanna.
Drengjunum var órótt í skapi yf-
ir því, sem koma mundi, þegar þeir
settust inn í skólastofuna. Þeir
vissu, að eins og Thomsen kennari
var mildur og vingjarnlegur, þegar
allt gekk eins og átti að vera, þá var
hann strangur og harður gagnvart
öllu því lúalega, ódrengilega og illa
í fari þeirra.
Litli-Jens sat með höfuð í gaupn-
um sér og grét. Það var eins og hann
þekkti sjálfan sig ekki framar. Hon-
um fannst hann hafa framið glæp.
Hvað hafði hann gert við Ruglaða-
Jens? Barið hann, sparkað í hann,
þótt Ruglaði-Jens hefði ekkert gert.
honum — heldur hið gagnstæða, —