Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 11

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 11
VO RIÐ 7 staklega hundinn Trygg, sem hafði næstum því étið hann, þegar hann var að koma í vistina á dögunum. Hann hrósaði Trygg svo mikið, að hann myndi haí'a orðið sótrauður af feimni, ef hann hefði skilið það, sem Hinrik sagði um liann, þótt liann annars væri biksvartur á belg- inn. Hann sagðist áreiðanlega hafa Trygg með sér, ef hann fengi að skreppa heim einhvern tíma um sumarið. „Ég vildi, að ég mætti allt- af hafa Trygg hjá mér, líka í vetur, þegar ég kem lieim til þín,“ sagði Hinrik að lokum. „Hundar geta ekki unnið fyrir fæði sínu,“ sagði móðir hans, og hún sagði það á þann liátt, að Hin- rik þagnaði. En augu hans urðu vot, þegar hann settist niður við hliðina á þessum bezta vini sínum og fól hendur sínar í loðna feldinum hans. Og þegar móðir lians var farin, sat hann þarna lengi hljóður og liugs- andi. III. Allt gekk nú vel nokkurn tíma, en svo kom að því, að litlu munaði að illa færi. Það var komið frani í ágúst. Kirsiberin voru orðin fulljn'oskuð, en inni í garði húsbóndans stóð kirsiberjatré, sem svignaði undan hinum þroskuðu ávöxtum. Hinrik varð oft starsýnt á tréð gegnum girð- inguna, þegar hann var að reka kýrnar. Hann veitti því eftirtekt, að tréð var svo hlaðið berjum, að það var nærri því ótrúlegt, hvað mikið komst þar fyrir, og það rnyndi ekki sjá högg á vatni, þó að af þeim væri tekið. Og svo voru berin svo safarík og girnileg, að það kom vatn í munninn á Hinrik, þegar hann hugsaði um þau. Og Hinrik gat ekki annað en liugsað um þau. Heirna hjá mömmu hans voru eng- in kirsiber. Það gat varla heitið, að hann hefði nokkurn tíma bragðað þau, og ekki gat hann búizt við að fá þau, þótt hann kæmi heim til mömmu aftur. En þarna stóð þetta tré, sem var svo þakað kirsibet'jum, að það gat varla borið öll þau ósköp. Hinrik flýtti sér burt og vildi ekki sjá meira, en hann gat þó ekki annað en haldið áfrarn að hugsa um kirsiberin alla leið út í hagann. Hann fór að hugsa um húsbónda sinn, sem hafði svo mikið dálæti á kirsiberjatrénu sínu, að hann fór oft á dag út í garðinn og skaut úr byssu sinni til að flæma starrana burt, svo að allir fuglar urðu hræddir og jafnvel fólkið í þorpinu líka.------ Þetta kvöld var lítill drengur í óhreinni skyrtu og stuttbuxum á ferð úti við. Hann hafði gengið úr skugga urn, að allir vinnumennirn- ir svæfu, því næst læddist hann út og meðfram veggnum, þar sem skugginn var mestur. Hann gekk hikandi að girðingunni, nam þar staðar litla stund, lagðist því næst

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.