Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 5
JANÚAR—MARZ 1948
VORIÐ
1.
HEFTI
14. ÁRGANGUR
AVARP
Kæru, ungu vinir.
Þegar Vorið er nú að hefja 14. árið
sitt, viljum við ávarpa ykkur nokkrum
orðum. Fyrst viljum við þakka við-
skiptin á liðnum árum og alla tryggð
ykkar við Vorið, þakka öll elskulegu
og vingjarnlegu bréfin, sem þið hafið
sent okkur, og við vonum, að þið hald-
ið áfram að senda okkur, þakka alla að-
stoð ykkar við útbreiðslu Vorsins og
innheimtu og margt fleira.
Samkvæmt eindregnum óskum
margra kaupenda stækkar nú Vorið
um 8 síður hvert hefti, eða 32 síður alls.
Svarar það til þess, að heilu hefti sé
bætt við. En vegna þessarar breyting-
ar, lilýtur verðið að hækka lítið eitt, eða
um 2,00 kr. Verður árgangurinn þá 8,00
kr. Þegar þess er gætt, að fyrir þetta
fáið þið 160 blaðsíða bók í stóru broti,
er ekki hægt annað að segja en það séu
ódýr bókakaup, miðað við bókaverð nú
á íímum. Því vonum við, áð enginn
kaupandi setji þessa hækkun fyrir sig,
heldur verði þessi stækkun á ritinu
miklu fremur til að auka vinsældir þess
og útbreiðslu, cn kaupendum hefur nú
fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár.
Jafnframt þessari stækkun verður
reynt að gera ritið enn betur úr garði
en áður, t. d. f jölga myndun, og hefst nú
þegar í þessu hefti ný myndasaga, sem
við vonum að verði vinsæl.
Gott væri einnig að fá frá ykkur sitt-
hvað til birtingar í ritinu, svo sem
ýmsar þrautir, stuttar sögur, frásagnir,
vísur og myndir. Það mun verða reynt
að birta það smátt og smátt.
Reynið svo umfram allt að útvega
Vorinu nýja kaupendur. Því fleiri
kaupendur, sem það fær, því betur er
hægt að gera það úr garði. Hefti þessu
fylgir áskriftarseðill, sem þú ert beðinn
að sýna kunningja þínum. Ef hann vill
gerast kaupandi, þarf hann ekki annað
en útfylla seðilinn og senda okkur hann.
Mun hann þá fá ritið um hæl. Athygli
skal vakin á því, að nýir kaupendur fá
síðasta árgang (1947) ókeypis, meðan
upplagið endist. Er því vissast að senda
pöntun sem fyrst.
Takmarkið er að fjölga kaupendum í
ár um 500.
Með kærri kveðju.
Hannes J. Magnússon.
Eiríkur Sigurðsson.