Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 22

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 22
18 V O R I Ð Þetta er nú allt, sem eftir er af hvíta blóminu þínu, sagði hún. Haltu því fast. Gakktu beint af aug- um. Engar krókaleiðir mega villa þig. Margar þrautir verður þú að sigra. En láttu ekkert buga þig. Farðu strax. Og eftir þvi sem íengra líður á þrautatíma þinn, muntu sjá hvíta blómið gægjast bet- ur og betur út úr græna stönglin- um. En þegar það er fullvaxið aft- ur, ertu örugg, en fyrr ekki. Dísin hvarf að vörmu spori. En Lilja lagði strax af stað. Hún hélt fast um blómstöngul- inn og tautaði fyrir munni sér: Beint áfram og krókalaust. Hún gekk fram hjá einni hættu eftir aðra. Sums staðar voru hvæs- andi höggormar. Annars staðar ógeðsleg skrimsli, sem hótuðu henni að rífa hana í sig. Hún leit á stöngulinn og sá ekki betur en blómið hvíta væri að gægjast fram úr svolitlum brum- knappi. Þá jókst henni hugur og hún gekk ótrauð áfram. Langt í fjarska sá hún dísina brosa til sín og hverfa. Áfram gekk hún. En allt í einu sprakk jörðin sundur fyrir fótum hennar. Eitraðar gufur spýttust þar upp og höfðu næstum gert hana meðvitundarlausa. En yfir gjána varð hún að kom- ast. Hún mátti ekki stöðvast. Áfram, áfram, en aldrei til baka. Og enga króka mátti hún taka. Hún hélt blóminu fast í hönd sinni og steig niður í kolsvart djúpið. Þar voru ógeðslegustu óvættir, með eldglyrnur og uppglennta kjafta, tilbúnir að tæta vesalings litlu stúlkuna í sig. Hún sá þá teygja til sín holdlaus- ar hendurnar, líkastar klóm með spjótsoddum. Þá varð hún gagntekin skelfingu og reyndi að flýja. Ógurlegir vábrestir kváðu við. Jörðin hrundi saman yfir höfði hennar. Hún stóð alein í myrkrinu. Aftur birtist dísin í skínandi ljós- hjúpi. Hefðir þá haft þor til að halda áfram, hefði allt gengið vel, hvísl- aði hún. Allar ófreskjur hefðu ótt- ast að gera þér mein, meðan þú hafðir blómið þitt með þér. Aftur hvarf dísin, og Lilja var al- ein í myrkrinu. Hertu þig nú upp. Taktu blómið og gakktu hugrökk áfram. Hægt og hægt skreiddist hún áfram í myrkrinu. Hún datt og lenti í þyrnirunna, sem særði hana, svo að blóð hennar draup á þyrnana. Að síðustu kom hún út í fen, sem var svo djúpt, að ekki stóð upp úr leðjunni annað en höfuð hennar og höndin litla, sem hélt á blóminu hvíta. En allt í einu birti. Hún sá móta

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.