Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 29

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 29
VO RIÐ 25 lionum. Hann var svo skylduræk- inn og góður. Þegar hann ætlaði að kvænast og fá jörðina eftir foreldra sína, átti að vera mikil veizla á Ege- rup, og þess vegna var unga konan frá litla heimilinu á heiðinni feng- in að lijálpa þar til dagana fyrir brúðkaupið. Svo var það um miðjan dag, nokkrum dögum fyrir veizluna, að unga konan var að vinna í eldhús- inu á Egerup. Litla stulkan hennar svaf miðdagsblund alein heima í húsinu. Hún var þá þriggja ára. Eftir dálitla stund ætlaði móðirin beim að sækja hana. Þá varð ungu konunni litið út um gluggann — hún gat séð heim — og hvað sá hún þá? Hún sá þykkan reyk velta upp úr þakinu. Það var kviknað í húsinu. Hún liljóðaði upp yfir sig: „Guð hjálpi mérl Litla stúlkan mín!“ Sonurinn á bænum lieyrði til hennar, og strax og liann sá eldinn, hljóp hann í áttina þang- að. En áður en hann næði þangað, brutust logarnir gegnum þakið, en þrátt fyrir það hugsaði hann sig ekki um, en hljóp inn í reykinn, inn í brennandi húsið, náði í litlu stúlkuna, sem var hálfköfnuð í reyknum. En þegar hann hljóp út aftur, þá féll brennandi þakið ofan á hann, en hvernig þetta vildi til, vita menn ekki greinilega. En hann befur sennilega dottið og litla stúlk- an með guðs hjálp kastast svo langt burt, að logarnir náðu ekki til hennar. Þegar unga konan kom þarna andartaki síðar, fann hún barnið sitt heilt á húfi. En Jens lá undir brennandi þakinu, og nokkru síðar, þegar fleiri menn voru komnir, gátu þeir náð honum út úr eldin- um. Æ, það var hræðilegt, liann var óþekkjanlegur. Nú var ekki hugsað um veizlu og brúðkaup, æ, nei! Hann lá lengi og þjáðist, og þegar honum fór að batna aftur — já, þá var hann — já, þá var hann, drengur minn, orðinn Ruglaði-Jens, hann, sem þú hefur barið og sparkað í í dag.“ Litli-Jens liafði hlustað með mikilli athygli á sögu móður sinn- ar. En við sögulokin varð lionum svo mikið um, að hann fór að há- gráta. Að lokum stamaði hann fram liálfgrátandi: ,,Æ, mamma, en hvað ég hef verið vondur!“ „Já,“ sxaraði móðir hans, „en ég er viss um, að þú gjörir aldrei þessu líkt aftur og þú munir sættast við Ruglaða-Jens aftur.“ „Já, mamma, nú verður hann alltaf vinur minn,“ sagði Litli-Jens. Skömmu síðar spurði liann: „Mamma, þekktir þú líka litlu stúlkuna, sem var nærri brunnin inni, og Ruglaði-Jens bjargaði?" „Já, ég þekki hana, drengur minn,“ svaraði móðirin stillilega. „Það var ég — það var móðir þín.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.