Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 12
8 V O RIÐ niður og renndi sér undir girðing- una og inn í garðinn. Þar stóð hann hægt á fætur, fölur í andliti og með starandi augu. Það var nótt og allt var dauðakyrrt. Og þarna stóð kirsi- berjatréð rétt fyrir framan hann. Hann sá berjaklasana í rökkrinu, og það kom vatn í munninn á honum og einhver fiðringur í magann. Hann læddist liægt af stað í áttina til trésins. Ekkert hljóð heyrðist, nema einhver daufur þytur í fjarska, sem færðist nær. Hjartað barðist í brjósti lians. Nú var hann alveg við takmarkið. Hann ætlaði að klifra upp í tréð. Þar mundi hann geta falið sig, ef einhver kæmi. Jafnvel draugarnir myndu ekki finna hann þar. Hann gat blátt áfram gert gys að þeim, ef hann gat horft á þá ofan úr trénu. Hann leit upp, greip um stofninn, kreppti fingurna og tærnar og lyfti öðrum fætinum — en þá fann hann eitthvað mjúkt, blautt og hræðilega kalt koma við annan fótinn. Hann liikaði og stóð kyrr andartak. Óteljandi hugsanir þutu í gcgn- uni huga hans, svo að honum fannst eins og höfuðið ætla að springa. Hann hugsaði um ömmu sína, nóttina, draugana, kyrrðina, dauða sinn, grát móður sinnar og margt og margt fleira, þar til hræðslan og örvæntingin dró svo úr honum all- an mátt, að hann féll aftur á bak og greip í það, sem stoð aftan við hann. Og þarna lá hann í grasinu með Trygg í faðminum. Honum hafði ekki getað dottið það í hug, að það var stóra, svarta trýnið lians Tryggs, sem hafði komið við fót lians fyrir nokkrum andartökum. Hann gat ekkert hugsað. Hann liugsaði urn það eitt að halda Trygg föstum í faðmi sínum. Eftir litla stund fór hann þó að líta í kringum sig. Hann var ekki myrkfælinn nú. En hann var allt í einu orðinn svo ákaflega þreyttur. S\’o gekk hann hljóðlega burt, og cftir andartak var garður- inn aftur auður og þögull. Kappel Böcker. H. J. M. þýddi úr dönsku. Æ, hana hítur. Lísa: — Ég átti að sækja bréf Póstþjónninn: — Til hvers er það? Lísa: — Það stendur áreiðanlega utan á bréfinu.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.