Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 6

Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 6
í 24 V U R 1 t) Kvöldtœn litla stúlknanna i. Það er vetur. Úti er ijúk og irost. En inni í hlýju og fallegu herbergi sitja tvær litlar stúlkur og tala saman, hljótt og innilega. Þær eru aðeins níu og tíu ára, systurnar litlu. Þær eru grann- vaxnar og bjartar yfirlitum, eins og fíngerð blóm, sem vaxa í for- sælu og teygja ungar krónur í átt til ljóssins. Undarlegur friður ríkir meðal þeirra. Nóttin er að konia, og litlu syst- urnar hafa boðið pabba sínum góða nótt. Mannna þeirra er farin að heim- an. Hún er veik og liggur á spítala langt, langt í burtu. Litlu stúlk- urnar grétu beisklega, þegar hún fór. Nú er hryggðin ekki eins sár. — Aðeins þungur, heitur söknuður, sem smám saman breytist í hljóðan trega. Hún mamma er svo góð. — Allt vildi hún gera fyrir stúlkurnar sín- ar. Það var svo yndislegt, þegar hún sat með þær og söng, eða sagði þeim skemmtilegu ævintýrin. Þá voru engar áhyggjur, engar sorgir. Nú var hún horfin út í óvissuna, — út í vetrarnóttina dimmu, sem grúfir yfir jörðinni. Litlu systurnar tala saman í hálf- um hljóðum. „Ætli henni mönimu fari nú ekki að batna,“ segir yngri stúlkan með áhyggjusvip. „Ég er svo hrædd um, að henni leiðist, þegar hún er svona langt í burtu.“ „Já, víst hlýtur henni að leiðast. En pabbi segir, að allir séu henni góðir, og svo getur hún alltaf hugs- að um okkur.“ Það er gott að „stóra systir“ veit

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.