Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 11

Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 11
VORIÐ 129 til þess, sem inn kemur). Hvað veiddir þú í dag, „pabbi litli“? Var það bara horaður héraræfill? GRÁMANN: Góðan dag í bæinn, „móðir“ góðl MARÍA: Góðan daginn, ókunni maður! Ég hélt að það væri hús- bóndinn sjálfur, sem kæmi. GRÁMANN: Ertu alein heima? MARÍA: Já, börnin hlupu ofan að vegamótunum til þess að sjá kónginn ríða fram lijá. Sástu hann nokkuð? GRÁMANN: Hann hef ég nú séð mörgum sinnum. MARÍA: Það er góður kóngur, sem við höfum hér í landinu, því að hann er ekki drambsamur eða hégómlegur. Það er sagt, að venjulegt fólk geti talað við liann, eins og jafningja sinn. GRÁMANN: Hvers vegna ætti fólk ekki að geta það? Hann er nú bara syndugur maður eins og hver annar. MARÍA: Ja, sjáðu til, hann er þó konungur, og því liærra sem menn komast í metorða-stigan- um, því sperrtari og montnari eru þeir vanir að verða. GRÁMANN: Já, það getur nú ver- ið rétt hjá þér. MARÍA: Þeir, sem ríkir eru, hugsa sjaldan um þá, sem eru fátækir og erfitt eiga. GRÁMANN: Svo-o-----Þú ert fá- . tæk? MARÍA: Þú ert víst ekki mikið ríkari sjálfur. Venjulegur her- maður liefur sjaldan feitan gölt að flá. GRÁMANN: Hvað myndir þú kaupa, ef þú eignaðist fáeina dali. MARÍ A: Ég myndi kaupa mér einn grís og nokkrar kindur. Ullin er svo góð í band og sokka! Og svo myndi ég kaupa kirkjuhatt lianda ,,pabba“, því að sá gamli er bú- inn að þola svo lengi skúri og skin, að hann er orðinn grænn af elli og veðrum. GRÁMANN: Heldurðu, að þú gerðir nokkuð fleira, ef þú feng- ir peninga? MARÍA: Já, áreiðanlega! Ég mvndi kaupa lianda okkur pott á Mika- elsmessu-markaðinum, því að þennan hérna keypti ég meðan við vorum bara tvö á lieimilinu, en nú erum við níu. GRÁMANN: Jæja, svo að þú hef- ur sjö barnamunna að metta? MARÍA: Hvernig veiztu það? GRÁMANN: Ég er nú vel heima í reikningslistinni. Fyrst er nú karlinn þinn og þú og svo eru sjö að auki, og það eru náttúr- lega börnin. MARÍA: Ertu búinn að sjá graut- arsleilina mína? Hún er úr eini- rót og vel sterk, skal ég segja þér. Og ég.á aðra, alveg nýja, og liana ..ætla ég að.jsenda konunni þinni, því að þú átt sjálfsagt konu?

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.