Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 14
132
V O R 1 Ð
hvað svipað með mig. En varstu bú-
inn að læra undir daginn?“
„Nei, nei, Jói. Ég gat það ekki.
Fyrst var ég alltaf í sendiferðum, og
svo þurfti ég að gæta litla bróður
míns.“
„Ég hef heldur ekkert næði til að
læra, og svo langar mig heldur ekk-
ert til þess,“ sagði Jói. „Þetta er allt
leiðinlegt.“
„Hvað heldurðu að kennarinn
segi við okkur?“ spurði Stjáni.
„Ég veit það ekki,“ sagði Jói
dauflega. „Hann segir nú aldrei
mikið. En ég veit, að honurn þykir
þetta leiðinlegt. En mér er annars
alveg sama.“
Jói beygði sig niður og hnoðaði
væna snjókúlu. Því næst spýtti hann
kæruleysislega út úr sér og blístraði
eitthvert brot af nýjasta dægurlag-
inu.
Þeir félagar voru nú komnir að
húsinu hennar Boggu á Bakka, en
þar hafði hún búið ein um rnargra
ára skeið ,eða síðan móðir hennar
dó. Jói mundu nú eftir snjókúl-
unni, sem hann hafði haldið á, og
nú lét hann kúluna dynja á einni
rúðunni í litla húsinu. Stjáni vildi
ekki vera minni maður. Hann
hnoðaði sér kúlu í flýti og lét hana
fara sömu leiðina. Það væri nógu
gaman að gera Boggu gömlu reiða.
Andlitið á Boggu kom út í glugg-
ann og nú var gott tækifæri. Tvær
kúlur dundu samtímis á gluggan-
um. Þetta var annars engin ný
skemmtun. Þeir félagar höfðu iðk-
að þennan leik lengi. Bogga liafði
oft beðið þá með góðu að hætta, en
það bar lítinn árangur. Þeim
gramdist það, að geta ekki gert
Boggu reiða — það tókst þó aldrei.
Tvær kúlur dundu enn á gluggan-
um. Og nú hvarf andlitið. Þeir biðu
litla stund eftir því, að Bogga kæmi
út, en þegar það brást, héldu þeir
ferð sinni áfram.
Þeir komu 20 mínútum of seint
í skólann. Óstundvísin var færð í
bók. Þeir fengu enn eitt „strik“.
Þeim var alveg santa. Þau voru kom-
in svo mörg, að það gerði hvorki til
né frá, þótt eitt bættist við. Þeir
reyndu að bera sig vel, þegar þeir
gengu inn gólfið. Þeir gátu verið
miklir karlar fyrir því, þótt þeir
kæmu stöku sinnum of seint. Þó það
væri nú!
Annars sagði kennarinn fátt.
Hann hafði verið alvarlegur á svip,
þegar hann opnaði fyrir drengjun-
um, en sagði ekkert. En þegar þeir
voru komnir í sæti sín, leit hann til
þeirra og spurði stillilega:
„Hvers vegna komið þið of seint
núna?“
„Það voru gestir í gærkveldi, og
ég gat ekki sofnað, þess vegna vakn-
aði ég of seint.“
„En þú, Kristján minn?“ sagði
hann og leit til Stjána.
„Pabbi og mamma. fóru í bíó. og