Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 21

Vorið - 01.12.1950, Qupperneq 21
V O R I Ð 139 Hjá egypzka ræningjanum Helgisögn frá árinu 200 Stjörnurnar lýstu skært. Eyði- mörkin var allt í kring, eyðileg og voldug. Það heyrðist aðeins veikt hljóð undan hófum asnans í sand- inum. Annars var allt hljótt. Á baki asnans sat ung kona með ungbarn í l'angi. Við hlið hans gekk fullorðinn maður þreytulega og studdi sig við liann. Myrkrið ríkti í einmanalegri eyðimörkinni. En langt í burtu sást glampi af ljósi. Ef til vill var Jrar mannabústaður? í hellinum í berginu sat kona ræningjans með litla drenginn sinn í fanginu. Drengurinn var fárveik- ur, og þegar eldurinn blossaði upp á eldstæðinu, var hægt að sjá, að hann var upptærður og and- litsdrættirnir afmynduðust af sárs- auka. „Sonur minn, sonur minn,“ sagði móðirin snöktandi. Þá heyrðist fótatak úti fyrir hellinum. Kona ræningjans sneii sér snöggt við. „Hver er þar?‘ ‘spurði hún. „Ferðafólk,“ var svarað með dimmri rödd, en mild rödd bætti við — „sem biður um að fá að ylja sér við eldinn í næturkiddanum.“ „Gangið inn,“ svaraði ræningja- konan. Konan með barnið og maðurinn með asnann kornu að hellismunn- anum. Ræningjakonan leit upp. „Móðir með barn!“ kallaði liún upp. — „í næturmyrkrinu á hinni villugjörnu eyðimörk.‘‘ Hún horfði undrandi á þau. Svo andvarpaði hún. „Friður sé með ykkur og verið velkomin!" Varir hennar skulfu. — „Lítið ungbarn," livíslaði luin. Svo spurði hún: „Hvert ætlið Jrið? Hvað heitið Jrið? Hvers vegna eruð þið á ferð með ungbarn úti á eyðimörkinni?" „Ég heiti Jósef. María er konan mín og barnið höfum við kallað Jesús. Lífi barnsins var ógnað, og þess vegna urðum við að flýja.“ Ræningjakonan draup höfði. Samstundis gekk ræninginn sjáífur inn í hellinn. — „Hverjir eru

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.