Vorið - 01.12.1950, Side 22
Í40
V O R I Ð
þetta?“ hvíslaði hann að konunni,
og leit ógnancli á aðkomufólkið.
„Jósef og María með barnið Jes--
ús. Ég hef lofað þeim að vera vegna
barnsins okkar,“ svaraði konan lágt.
— „Þau eru á flótta, af því að líf
barnsins þeirra er í liættu, eins og
líf barnsins okkar,“ bætti hún við
og andvarpaði.
Ræninginn gekk til Jósefs. —
„Friður sé með þér, konunni og
barninu,” sagði hann. „Ég skal taka
asnann, en þið skuluð liita ykkur.“
Hann tók asnann og teymdi hann
út í horn.
„Aumingja drengurinn minn er
veikur,“ sagði ræningjakonan. —
„Ég hef sparað vatnið til að geta
baðað hann. Það er þarna í fatinu
við hliðina á þér, María. Nú skalt
þú fyrst þvo drengnum þínum upp
úr því — hann er minni og heil-
brigður — svo get ég baðað dreng-
inn minn á eftir. Þá skal ég vita,
hvort ég finn ekki eitthvað handa
ykkur til að borða.“
María Jrakkaði fyrir á sinn venju-
lega, hljóðláta hátt, afklæddi Jesú
og jjvoði af honum eyðimerkur-
sandinn. Hann brosti glaður og
ánægður, jregar hún Jrerraði hann.
Þegar hann var reiðubúinn til að
fara að sofa, lagði hún hann í arma
Jósefs.
Augu barnsins ljómuðu eins ög
stjörnur, og hann rétti út litlu
hendurnar, eins og hann vildi
faðma allan lreiminn.
„Nú skal ég hjálpa þér,“ sagði
María við ræningjakonuna. Svo
hjálpuðust jrær að við að baða veika
barnið úr heita vatninu.
Það leit út fyrir að veiki dreng-
urinn væri mjög langt leiddur, en
þá gerist það undrunarverða — —.
Hann fór að anda jafnara og
dýpra. — Dálítið andvarp kom yfir
Jrurrar varirnar. Svo leit hann upp
og reyndi að lyfta höndunum.
„Mamma!" hvíslaði hann.
„Mamma!“
Roði kom aftur í kinnar hans og
varir. Hann brosir, já, hann brosir!
„Pabbi!“ sagði barnið. „Elsku
pabbi!“
Jósef kom til jreirra nreð Jesú-
bainið á handleggnum. Þá leit
María á drenginn sinn.
„Er barninu að batna? Skyldi
Jrað fá að lifa?“
Sonur ræningjans hafði læknast.
Þau lögðust öll til svefns með
frið í hjarta ,eftir að ræninginn
hafði skipt brauði sínu, döðlum og
vatni milli Jreirra allra — líka
flóttamannanna — Jósefs, Maríu
og Jesúbarnsins, sem flýðu undan
reiði Heródesar.
Og sagnirnar segja, að eftir þetta
hafi ræninginn látið af öllum rán-
um, en tekið fyrir heiðarlega vinnu.
En ræningjakonan hafi geymt vatn-
ið, sem Jesús Kristur var baðaður
úr og gefið veikum af því til að
draga úr þjáningum þeirra og gefa
þeim heilbrigði. (E. S. þýddi).