Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 25
V O R 1 Ð 143 um við Svaitipétur sakna þín mik* ið.“ „Já — en ef til vill getum við unnið okkur svo mikið inn, að við getum keypt okkur tjald og ferðast um landið. Hver veit, nema við gætum komið upp fullkomnum leikflokki og ferðast svo unr með vagn og marga hesta,“ sagði Brúnó ákafur. Sá þykir mér vera stórhuga, hugsaði Falk. En skyldi drengur- inn vera orðinn svo samgróinn flökkumannalífinu, að það sé of seint að gera úr honum nýtan mann? En það er ef til vill ekkert við það að athuga. Er flökkumað- ttrinn nokkuð verri en aðrir? „Við skulum hugsa um þetta, Brúnó,“ sagði Falk. „Ég kann víst ekkert annað cn að leika í „cirkus". En hvernig stendur á, að þú talar oft ýmislegt, sem er svo vont að skilja, og öðru- vísi en aðrir menn?" sagði Brúnó. „Það er löng saga að segja frá því. Ég segi þér hana ef til vill síð- ar. Það er engin skemmtisaga, En nú skalt þú lialda áfram að temja mýsnar þínar og Svartapétur. Það endar líklega með því, að við rugl- um reitum okkar saman. Ég sé að minnsta kosti ekki í bili annað, sem er skynsamlega," sagði Falk. NÝ ÆVINTÝRI. Þegar vorið gekk í garð, með bjartan og heiðskýran himin, læ- virkjasöng og gróðurilm, lögðu þeir Falk og Brúnó af stað eitthvað út í óvissuna. Þeir vöktu ekki rnikla eftirtekt, þar sem þeir komu í eitthvert sveitaþorpið. Þegar þorpsbúar litu út um glugga sína og sáu litla vagn- inn þeirra, með svarta hundinum fyrir, komu þeir aðeins með ein- hverja athugasemd um, að það væri enginn friður orðinn fyrir þessu flökkuhyski, sem alltaf væri á ferð- inni. I gistihúsunum var þeirn liolað niður í einhverju útihúsi, eins og venja var til með slíka gesti. Þar héldu þeir kyrru fyrir fyrsta daginn, og áttu mjög annríkt, en enginn vissi, hvað þeir höfðust að. Stöku sinnum heyrðist harmonikuspil og önnur leyndardómsfull hljóð. En kvöld eitt, þegar verkamenn- irnir héldu lieim frá vinnu sinni, og börnin komu úr skólanum, námu allir staðar og ráku upp stór augu. Fyrir innan lrliðið á gistihús- garðinum hékk stórt léreftstjald og á það var ritað stórum stöfum: „Músa-„cirkus“. Einnig sýnir skrípaleikarinn Svartipétur listir sínar. Fyrsta sýning kl. 8 í kvöld. — Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna." Þeir, sem búa úti í strjálbýlinu, eru oft forvitnir, og þegar hér var ókeypis skemnrtun í boði, taldi enginn eftir sér að mæta á tiltekn- um tíma.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.