Vorið - 01.12.1950, Page 27
V O R I Ð
145
Þegar þangað kom, tók Falk upp
sína fyrri iðju, gekk hús úr húsi og
brýndi, en á meðan gerði Brúnó
heimilisstörfin, keypti til heimilis-
ins, eldaði matinn, o. s. frv. Hann
keypti sér snúruslá, eins konar fim-
leikaáhald, og var alveg óþreytandi
að æfa á henni alls konar listir. Og
þegar Svartipétur var búinn að
hvíla sig á kvöldin, kom röðin að
honum að æfa, og honum virtist
ekki vera það á móti skapi. Þegar
honum fannst Brúnó ætla að draga
það nokkuð lengi að byrja á æfing-
unum, kom hann og ýtti við honum
með trýninu.
Brúnó hafði líka dottið í hug
nýtt snjallræði með mýsnar. Hann
keypti ofurlítil húsgögn í brúðu-
stofu og kenndi svo músunum of-
urlítinn leik, sem endaði með því,
að þær börðust, svo að húsgögnin
flugu í allar áttir. Mýsnar voru
bæði þægar og námfúsar, og það leit
jafnvel út fyrir, að þær skemmtu sér
sjálfar við þetta starf. En líklega var
það þó fremur reykta fleskið og ost-
urinn, sem þær áttu von á, er hélt
við áhuga þeirra.
Dag nokkurn um jólin, er þeir
höfðu leyft sér það óhóf að kaup.a
sér góða máltíð á matsöluhúsi, sett-
ust þeir, að henni lokinni, um
kyrrt heima, tóku upp manntafl,
sem Falk hafði gefið Brúnó og fóru
að tefla.
Eftir litla stund hafði Falk mátað
Brúnó, en þegar þeir höfðu gengið
frá manntaflinu, sagði Brúnó:
„Þú lofaðir einu sinni að segja
mér, hvers vegna þú notar oft svo
mikið af alls konar orðum, sem aðr-
ir ekki nota.“
,,Já, ég lofaði því víst einhvern
tíma að segja þér það, og þú hefuf
líka oft spurt mig, hvernig ég hafi
orðið svona í andlitinu. Það er
ekki af því, að ég sé hreykinn al
æskusögu minni — hún er ekki svo
glæsileg — en ef hún gæti orðið þér
til viðvörunar og lærdóms, þá vil
ég gjarnan segja þér sögu mína. Ég
veit að vísu, drengur minn, að í þér
býr ekkert illt, en það veit enginn,
livað fyrir getur komið, þegar út í
lífið kemur. Þú ert nú farinn að
þekkja mig svo vel, að þú verður
vonandi ekki hræddur við mig, þótt
ég segi þér, að ég hef verið lokaður
inni í fangelsi í fjögur ár. — En það
er bezt að byrja á byrjuninni.
Foreldrar mínir voru — og mér
er víst óhætt að segja eru — úr hópi
þeirra, sem kallaðir eru heldri
menn. Faðir minn heitir Falken-
berg og er læknir í Kaupmanna-
höfn, yfirlæknir við stórt sjúkrahús.
Ég gekk í menntaskóla, og átti að-
eins eftir eitt ár til að verða stúdent.
Þá var það kvöld eitt, að ég, ásarnt
nokkrum félögum mínum, gekk inn
í eitt af kaffihúsum borgarinnar.
Við drukkum þar víst of mörg glös
af áfengi, og fórum því næst að
spila við nokkra ókunna menn, sem
þar sátu. En þetta voru óþokkar, ég