Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 34
152
VORIÐ
heim, fannst honum þó allt bezt,
eins og það var. Þegar hann var að
sofna á kvöldin, komu minningarn-
ar, og hann dreymdi um, þegar
hann og prinsessan voru lítil og
hann lék „prinsessusönginn" fyrir
hana.
Og svo flaug sú fregn eins og eld-
ur í sinu um landið, að Lísa prins-
essa ætlaði að gifta sig. En manns-
efnið hennar var hvorki barón né
prins, lieldur af óbreyttum, borg-
aralegum ættum. En einkennilegast
var, að hann var sonur fiðlukenn-
ara prinsins. í blöðunum stóð, að
kóngurinn áliti, að það væri gott að
prinsessan gifti sig, því að prinsinn,
sem hafði strokið úr höllinni,
mundi víst aldrei koma aftur. Og
einhver yrði að verða kóngur í land-
inu eftir lians dag. Kóngurinn var
orðinn ellilegur í útliti, því að
hvarf sonarins hafði haft mikil áhrif
á hann.
Teddy prins þekkti ekki son
kennara síns, því varð hann mjög
undrandi, er kennarinn kom dag
nokkurn og skýrði honum frá þessu,
áður en hann las það í blöðunum.
Kóngurinn hafði beðið kennarann
að fara þess á leit við Rikk Rand,
að hann léti hljómsveit sína leika í
brúðkaupi prinsessunnar í höllinni,
og var kennarinn mjög hreykinn
yfir því. Kennarinn sagði, að Lísa
prinsessa og sonur hennar hefðu
fyrst. sézt á dansleik í höllinni og
orðið ástfangin hvort af öðrq, Rikk
Rand brosti með sjálfur sér. Kenn-
arinn ætti bara að vita, að hann væri
bróðir prinsessunnar. Prinsinnsagð-
ist skyldu koma með hljómsveit-
ina í brúðkaupið, því að nú fékk
hann loks tækifæri til að koma
heim, og tæplega mundi nokkur
þekkja hann, eftir öll þessi ár.
Brúðkaupsdagurinn rann upp.
Rikk Rand og hljómsveit hans fór
til hallarinnar og tók kóngurinn
sjálfur á móti honum. Kóngurinn
tók í hönd prinsinum og bauð hann
velkominn. Það var gaman fyrir
prinsinn að sjá föður sinn aftur, en
hann hafði breytzt mikið. Veizlan
byrjaði, og gestirnir settust að borð-
inu, prúðbúnir. Borðið svignaði
undan fínustu réttum. Kóngurinn
sat við annan enda borðsins og
drottningin við hinn, en brúðhjón-
in sátu saman fyrir miðju langborð-
inu. Prinsinn starði nú á systur sína,
því að hann sá hana vel yfir borðið
þaðan, sem hann var með hljóm-
sveitina. Prinsessan var nú orðin
falleg stúlka, og hann trúði því
varla, að þetta væri litla systir hans,
sem hann hafði svo oft leikið fyrir,
þegar hún var ung. Kennarinn sat
hreykinn og horfði á brúðhjónin.
Rikk Rand átti að leika undir mál-
tíðinni, en hann átti erfitt með að
leika eins vel og hann var vanur.
Það var svo gaman að vera kominn
heim í höllina aftur, svo að hann
hugsaði meira um foreldra sína og
systtir en fiðluna. Það var, haldin