Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 39
VORIÐ
157
nánd. Addi var farinn að hlakka til
jólanna, þó að ekki yrði stórt jóla-
tré né mikið skraut heirna hjá hon-
um eins og á heimili Bjössa. En nú
halði Bjössi sagt honum, að hann
hefði heyrt, að pabbi hans og
mamma hefðu verið að tala um að
bjóða foreldrum Adda heim á jól-
unum.
Það kom að því, sem Bjössi sagði.
Nú var komið aðfangadagskvöld.
Addi og foreldrar lians voru á leið
heim til Bjössa. Nú voru þau kom-
in heim að húsinu. I forstofunni
tók þjónustustúlka við yíirhöfnum
þeirra og vísaði þeim inn. Nú var
setzt að borðum. Að loknum snæð-
ingi var gengið kringum jólatré og
sungnir jólasálmar. Því næst voru
jólagjafirnar teknar upp. Allir
fengu eitthvað fallegt. Addi fékk
margar góðar gjafir, en sú gjöf, sem
honum þótti vænst um, var gullúr
frá foreldrum Bjössa, en það gáfu
þau honum, af því að hann hafði
bjargað syni þeirra úr vökinni.
Ingibjörg G. Matthiasdóttir
(11 ára), Vík, Mýrdal.
SAMTAL
í 2. hefti Vorsins var birt mynd
af tveimur börnum, sem voru að
tala saman. Óskað var eftir, að les-
endur Vorsins byggju til samtal
um þessa mynd. Hér kemur eitt
þeirra:
„Jæja, nú erum við komin í
sunnudagafötin okkar. Hvað eig-
um við nú að leika okkur?“
„Við skulum fara með Frúna í
Hamborg. Kanntu liana?"
„Já, ein stóra stelpan kenndi
mér liana.“
„Byrjaðu þá. Þú spyr, en ég
svara.“
„Hvað gerðirðu við peningana,
sem Frúin í Hamborg gaf þér í
gær?“
„Ég keypti mér bíl.“
„Hvernig var hann á litinn?“
„Svartur með rauðum hjólum.“
„Hæ, nú vann ég. Þú máttir ekki
segja svart, hvítt, já eða nei.“
„Jæja, við byrjum aftur, og nú
skal ég spyrja."
„Jæja, þá.“
„Hvað gerðirðu við peningana,
sem Frúin í Hamborg gaf þér í
morg-----nei, í gær?“
„Ég keypti mér kjól.“
„Var hann svartur?"
„Nei, nei — liann var rauður."
„Nú vann ég, þú sagðir nei.“
„Jæja, þá erurn við jöfn. Það er
gott.“
Lisabett Scott
(14 ára).
RÚNINGUR
„Æ! Æ! Það er nú meira, livað
kindur geta verið óþægar. Ég held
í eina hornið hennar Golsu — það
var nefnilega brotið af henni ann-
að hornið —. Hana — þá sparkaði