Vorið - 01.12.1950, Síða 41

Vorið - 01.12.1950, Síða 41
V O R I Ð 159 lamb. Ég þekkti strax, að þetta var Geiruson. Svo fórum við að leita að Geiru, en svo hét móðirin, og pabbi fann hana í skurði, sem var í girðingunni. Hún hafði farið yfir einu snjóbrúna, sem var á skurð- inum, og dottið ofan í og drepizt. Við rákum nú lambið heim í rétt, sem var í girðingunni, og gáfum því mjólk í pela. Hann var alltaf heima, og við þurftum að gefa hon um mjólk. Við skírðum hann Geira og kölluðum alltaf á hann, þegar við ætluðum að gefa honum. Eitt sinn kom lítill lambhrútur lieim, sem hafði villzt undan móður sinni, og við skírðum hann Laufa. Geiri og Laufi héldu svo saman, það sem eftir var af sumrinu, og höfðum við alltaf gaman af þeirn. Um haustið var þeim báðum lógað. Karl (14 ára). Vísubotnar I síðasta hefti birtist vísupartur eftir Óðin, sem hann bað lesendur að botna. Vísuparturinn var svohljóðandi: Vorið kemur, vermir jörð, vanga blærinn strýkur. Guðmundur Bjarnason, Hörgs- holti, Hrunamannahreppi, sendir þennan botn: Sólin myndar geislagjörð, með gleði degi lýkur. Þá sendir Þórdís Ólafsdóttir, Hegrabjargi í Skagafirði, þessa botna: Gróa tekur, grænka börð, gremja burtu fýkur. ' Fer á beit í haga hjörð hugglöð áður lýkur. Sarni höfundur sendir einnig þennan vísupart og biður ykkur að botna: Fram um dali, fjöll og háls fagurt er að líta. Meira hafa ljóðskáldin ekki sent Vorinu að ]}essu sinni. F ELU MY N D Þetta er gamla eikin úr ævintýr- inu Eldfærin. Hvar er nornin og dátinn? I

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.