Vorið - 01.09.1956, Síða 5

Vorið - 01.09.1956, Síða 5
V O R I Ð 83 Drengirnir gátu fylgzt með ná- lega öllu, sem gerðist. Bátnum var stefnt til hafs, og þeir Óttar og Leifur fundu til einhvers fiðrings í maganum af eftirvæntingu. Bara að þeir skemmi nú ekki vél- ina um leið og þeir opna botnlok- urnar. Loks heyrðu þeir, að vélin var stöðvuð. Það varð eitthvað svo undarlega kyrrt og hljótt. Þeir Sebastian og Kristófer komu nú litla róðrarbátnum, senr var á bak við stýrishúsið, á flot. En því næst stökk Kristófer niður í skipið til að draga botnlokurnar frá! „Nú er betra að hafa hraðar hendur,“ livíslaði Leifur að Óttari. „Um leið og þeir leggja frá bátn- um, verðum við að kornast að botn- lokunum og reyna að koma jreinr fyrir aftur.“ í sanra bili stóð Kristófer aftur á þilfarinu og kallaði: „Allt í lagi, Sebastian. Skútan verður sokkin eftir lrálfa klukku- stund. Nú skulum við konrast í land.“ Hann klifraði yfir borðstokkinn og lioppaði niður í bátinn, jrar senr Sebastian sat undir árunr. A næsta andartaki reru jreir rirsklega frá skútunni. „Nú er röðin komin að okkur,“ sagði Leifur. „En við verðum að gæta jress, að Jreir verði okkar ekki varir.“ Þeir skutust nú eins og örskot aftur á skipið og Óttar steypti sér frekar en gekk niður í vélarrúmið. Það var Jregar komið nokkurt vatn á gólfið. Hann varð að þreifa fyrir sér nokkra stund í vatninu áður en hann fann botnlokurnar, en Jrað tókst þó. Honum tókst ekki að fá Jrær alveg þéttar, en það hlaut að vera hægt að halda bátnum á floti á dælunum, Jrar til Jreir næðu til Grávíkur. Leifur konr á eftir niður í vélar- rúmið. „Það mætti segja mér, að þeir Sebastian og Kristófer yrðu meira en lítið undrandi, er Jreir heyra að vélin er komin í gang aftur,“ sagði hann. Það tók Óttar engan tíma að átta sig á vélinni. Hann kunni þar full skil á öllu. Leifur liafði auga á jreim félögum í litla bátnum, og lionum hló hugur í brjósti, er hann var kominn að stýrinu og stefndi t.il lands. Donk-donk-donk-dink heyrðist í vélinni. Óttar hafði komið henni í gang, en Leifur hélt um stjórnvöl- inn og hugsaði margt. Það var niðdimm nótt, og Leifur sá ekkert til róðrarbátsins með þá Sebastian og ICristófer. Það var Jró vandalaust að halda stefnunni til Grávíkur, Jrví að ljósin í þorpinu sáust greinilega. Og Jrarna þekkti hann hvert einasta hús. Við og við rak Óttar sótugt and-

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.