Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 10

Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 10
88 V O R I Ð Sverre By: Dyrnar út í hinn stóra, undraverSa Keini Kári stendur fyrir utan sport- vöruverzlunina langa stund á degi hverjum. Reiðhjólið stendur þar enn þá, og síðast í gær spurði hann um verð á því í fjórða eða fimmta skipti. — Það kostar 150 krónur og ekki einum eyri minna, hvað oft sem þú spyrð um það, sagði búðar- strákurinn og teygði álkuna upp í loftið. — Og þú getur aldrei útveg- að svo mikla peninga, þó að þú ætir grástein, bætti hann við. Það þykknaði í Kára við þessa kveðju. Ef hann hefði peningana skyldi liann skella þeim á búðar- borðið framan við strákinn. Svo skyldi hann segja nokkur vel valin oið áður en hann tæki reiðhjólið og færi út. En hann á nú aðeins 75 krónur. Hann starir á reiðhjólið, þar sem það stendur. Það er nýlega viðgert og lakkað og gljáir eins og það sé alveg nýtt. Það er ódýrasta og bezta hjól, sem hann getur fengið, en ef það dregst einn eða tvo daga til, verður einliver annar búinn að kaupa það. Hann brýtur lieilann um, hve mikið hann geti unnið sér inn, ef hann gæti Iijólað til fólks með blöðin, í stað þess að ganga eins og núna. Þá gæti hann fengið lengri tíma til að reita illgresið í garðyrkjustöðinni, og gæti auk þess farið smá sendiferðir á kvöldin. Því lengur sem hann bíður, því sannfærðari er hann um það, að hann verður að eignast þetta reið- lijól í dag. En livar á hann að fá peningana, sem vantar? Pabbi hans Og mamma hafa alltaf of litla pen- inga. Það væri þá helzt föðurbróðir lians einhvers staðar á Suðurlandi, en ef hann skrifaði honum, mundi það taka nokkrar vikur áður en hann lengi svar. Og þá yrði.... Hann snýr sér við og er að fara, en staðnæmist og starir á stóra steinbyggingu hinum rnegin við götuna: Banki. Hann hefur áður séð þetta naln mörgum sinnum án þess að hugsa rneira um j)að. En nú kemur honurn nokkuð í hug, sem hann Iiefur heyrt í skólanum. Það er hér, sem hægt er að fá lánaða peninga. — Það birtir í huga

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.