Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 13

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 13
VORIÐ 91 Pegar Björg litla brá sér t sveitina Brá sér litla Björg í sveit, bað um vor að nýju, varð það engin ullarleit inn í geitarstíu. Kom að hreiðri hún í laut heilla fyrirboða — Yndi mikils oft hún naut eggin smá að skoða. Heyrði margan hörpuóm, lilýddi á fuglakvæði. Vorperlu og vetrarblóm vel hún þekkti bæði. begar börnin þutu á legg, þar í hreiðrum inni, um þau hlóð senr varnarvegg vináttunni sinni. Fór til ánna gleðigjörn, gáði vel að öllu. Sá hún endur synda á tjörn, sveirna veiðibjöllu. Köldu lambi kom á fót, kom því líka á spena. Umhyggjunnar einstök hót aldrei virtust réna. Fékkst við kálfa kófsveitt hún, kátan leik þau hófu. Er þeir stukku út um tún upp með spenta rófu. Stundum vann hún það og það, þægð og iðni sýndi. Bjó um rúm og reisti tað, rusl í eldinn týndi.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.