Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 19

Vorið - 01.09.1956, Qupperneq 19
VORIÐ 97 ur kjólinn utan um Siggu og saman að aftan.) Nú vantar mig bara nælu, og þá er allt gott. Og hér kemur hún. Svona. Hvað finnst þér nú? Sigga: Þetta er alveg ágætt hjá þér. (Hlær.) Nú er ég orðin aðeins frúarleg. (Skálmar um gólfið.) Stina: Vertu nú ekki með neinn bredduskap. Reyndu að vera eins og almennileg frú. Sigga: O, ó! Nú er ég orðin að- eins þrifleg. (Strýkur pilsið.) Stina (kentur með tóbakspung, er hún hefur fundið í treyjuvasanum; breytir málróm.) Viltu nokkur korn í nefið, lambið mitt? (Nefmælt.) Sigga: Hæ, hæ, hæ. Þú ert ekki nógu mikið nefmælt. Stina (grípur um nefið): Viltu nokkur korn í nefið, lambið mitt? Sigga (skrækróma): Ég Iield ég ætti nú ekki að vera að eyða þessu frá þér, Jóliannes minn, eins og þetta er orðið dýrt núna. (Tekur í nefið, hnerrar og hlær.) Stína (nefmælt): Rækalli varð þér mikið um þetta, larnbið mitt. Sigga (hnerrar): Þetta er ljóti ó- þverrinn. Stina (grípur um nefið): Þú hefur tekið allt of mikið, lambið mitt. Sigga: Heyrðu, Stína, trúir þú á huldufólk; sko, að það sé til? Stína: Hvaða dæmalaus vitleysa! Huldufólk! — Nei, það er ekkert huldufólk til. Sigga: Hún Gunna sagði mér í gær------ Stína: 0, hún Gunna segir svo rnargt og margt, sem hún veit ekk- ert um. — Hefur hún kannske séð huldufólk? Sigga: Nei, en hún sagði, að það væri sagt að huldufólk byggi í hóln- um hérna efra. Stina: í stóra hólnum Itérna efra? Sigga: ]á. Og einu sinni fyrir mörgum mörgum árurn dreymdi konu, er bjó hérna, að ákaflega fall- eg kona, er hún hafði aldrei séð áð- ur, kom til hennar og bað hana að láta sig fá mjólk á kvöldin handa litlu börnunum, og hún átti að láta lrana í könnu, er hún átti, og huldu- konan sagði, — því þetta var sko huldukona, að hún skyldi reyna að borga henni það vel. Stína: Nú, og hvernig fór þetta svo? Sigga: Svo lét konan mjólkina í könnuna í 44 daga og setti könn- una á búrborðið, og á hverjum rnorgni var mjólkin horfin úr könn- unni, þangað til einn ntorgun, þá hafði ekkert verið snert á mjólk- inni, og hjá könnunni stóð önnur kanna, allt, allt öðruvísi en könnur, sem fólkið hafði séð áður, og svo dæmalaust, dæmalaust falleg. Stina: Ó, þetta er bara þjóðsaga. Sigga: Nei, nei, nei. Og nóttina eftir dreymdi konuna svo, að sama huldukonan kom aftur til hennar. Og hún þakkaði henni ósköp vel fyrir mjólkina og sagði, að nú þyrfti hún ekki meiri mjólk, því kýrin sín

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.