Vorið - 01.09.1956, Síða 26

Vorið - 01.09.1956, Síða 26
104 V O R I Ð En Bobbí og Pétur stóðu grafkyrr og þegjandi eins og þau væru gróin við jörðina. Trén héldu áfram, allt- af lengra og lengra. Steinar og dá- lítið af lausri mold heyrðist nú glamra við járnbrautarteinana fyrir neðan. „Það er allt að hrapa niður,“ sagði Pétur, en gat naumast stunið upp orðunum. Og um leið og hann sleppti orðinu, fór landspildan, sem þessi einkennilegu tré stóðu á, að slúta fram. Það var eins og trén næmu staðar rétt sem snöggvast, en síðan hrapaði allt, klettar, tré, runn- ar, gras og mold, með ógurlegum skruðningi og hávaða niður brekk- urnar, og nam ekki staðar fyrr en niðri á járnbrautarlínunni. „Æ,“ sagði Pétur, „þetta er eins og þegar verið er að hvolfa úr kola- vögnum." „En sú feikna skriða,“ sagði Bobbí, „og hún hefur fallið yfir járnbrautarteinana." „Það tekur langan tíma að moka þessu burtu," sagði Fríða. „Já,“ sagði Pétur, og þagði síðan dálitla stund. „Og lestin, sem kem- ur 11.29 er ekki komin ennþá. Við verðum að segja frá þessu á stöð- inni, annars getur orðið ógurlegt j árnbrau tarsl ys. “ „Við skulum flýta okkur,“ sagði Bobbí og hljóp af stað. „Komdu,“ hrópaði Pétur. Hann leit á úrið og varð náfölur, en síðan sagði liann fljótt og ákveðið: „Það er enginn tími til þess. Klukkan er farin að ganga tólf, og það er langt til stöðvarinnar." „Getum við ekki klifrað upp ein- livern símastaurinn og notað sírna- þræðina?" „Þótt við gætum klifrað upp ein- hvern staurinn," sagði Pétur, „J:>á vitum við ekki, hvernig við eigum að fara að því að nota símajjræðina. Það er verst að hafa ekki eitthvað rautt, þá gætum við farið niður að járnbrautarlínunni og veifað." „En Jreir myndu ekki sjá okkur frá lestinni, fyrr en þeir væru komn- ir fyrir hornið, og þá gætu Jieir séð skriðuna alveg eins og við,“ sagði Fríða, „og jafnvel betur, J^ví lestin er þó hærri en við.“ „Bara við hefðum eitthvað rautt,“ endurtók Pétur, „þá gætum við hlaupið fyrir hornið og veifað til lestarinnar með því.“ „Við getum veifað með höndun- um. “ „Já, en þá mundu þeir aðeins halda, að það væri hin venjulega kveðja okkar. En við skidum að minnsta kosti koma niður að lín- unni.“ Bobbí var föl og titrandi.en Fríða var rjóð og óttaslegin. „En livað mér finnst heitt,“ sagði hún, „ég vildi óska, að við hefðum ekki farið í dúkpilsin okkar í morg- un. “ Hún nam allt í einu staðar og Bobbí sömuleiðis.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.