Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 27

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 27
VORIÐ 105 ,,Þar kom það!“ hrópaði hún. „Pilsin eru rauð. Við skulum fara úr þeim undir eins.“ Það tók ekki langan tíma. Síðan hlupu þær eins og fætur toguðu meðfram járnbrautarteinunum með pilsin sín saman vafin undir liönd- unum. Pétur var á undan, en þær rétt á eftir. Þau komu á hornið, sem skyggði á skriðuna frá járnbrautarlínunni, en luin lá í beinni línu, á að gizka á hálfrar mílu svæði. Pétur tók upp sjállskeiðinginn sinn og fór að skera stærra pilsið í sundur. „Þú ætlar þó ekki að skera það í marga parta,“ sagði Fríða. „Þegiðu," sagði Pétur í skipunar- rórni. „Þú mátt víst rista þau í sundur,“ sagði Bobbí, „þú mátt vera viss um það, Fríða, að ef við getum ekki stciðvar lestina, þá verður hið hræði- legasta járnbrautarslys og mennirn- ir farast.“ Síðan fór hún að hjálpa Pétri (il að skera pilsin í sundur í þrjá hluta. „Nú höfum við sex flögg,“ sagði Pétur hróðugur. Hann leit aftur á klukkuna. „Ennþá eru sjö mínútur eftir," sagði liann. „Nú verðurn við að ná okkur í flaggstengur.“ Þau brutu greinar af trjánum og rilu blöðin af þeim. „Við verðum að skera göt á flögg- in og stinga greinunum í gegnum þau.“ Þegar því var lokið, stungu þau tveimur flöggum niður í steina- hrúgur við járnbrautarteinana, en Bobbí og Fríða tóku sitt flaggið hvor og voru nú albúnar að veifa, þegar lestin kænii. „Ég ætla sjálfur að liafa tvö,“ sagði Pétur, „af því að mér datt fyrst í hug að veifa ineð einhverju rauðu.“ „En við áttum þó pilsin," sagði Fríða. „Það stendur á sama hver veifar,“ sagði Bobbí, „ef við aðeins getum frelsað lestina." Annaðhvort hafði Pétri skjátlazt eitthvað með tímann, eða að lestin var orðin á eftir áætlun. Að minnsta kosti fannst þeirn tíminn aldrei ætla að líða, og Fríða var farin að verða óþolinmóð. „Ég held, að klukkan þín sé ekki rétt, og lestin sé komin framhjá," sagði hún. Pétur var orðinn þreyttur af að halda uppi flöggunum, og varð að hvíla sig. Og Bobbí var að verða óglatt af eftirvæntingu og ótta. Henni var orðið ískalt á höndun- um, sem skulfu svo, að luin gat naumast haldið á flagginu. En þá heyrðist skyndilega hávaði í fjarska, sem barst eftir brautartein- unum, og hvítt gufuský hóf sig á loft upp af járnbrautarlínunni. „Standið kyrrar,“ kallaði Pétur, „og veifið flöggunum af öllum lífs og sálar kröftum. Þegar lestin er komin þarna að þyrnirunnanum, þá

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.