Vorið - 01.09.1956, Side 30
108
V O R I Ð
ýmislegt skemmtilegt við, — þá bjó
alltaf þessi sama hugsun innst í sál
hennar: „Mamma er hrygg. Ég veit
ekki af hverju. Hún vill ekki láta
mig vita það. Ég ætla ekki að reyna
að komast eftir því. — En hún er
hrygg.“ Þetta hljómaði eins og sí-
felldur söngur í sál hennar, söngur,
sem ómögulegt var að þagga.
Alltaf voru börnin jafn hugulsöm
við rússneska manninn.
Allir þingmennimir, ritstjórarn-
ir og skrifararnir voru búnir að
svara bréfum mömmu. Þeir gerðu
það mjög kurteislega, en enginn
þeirra gat gefið nokkrar upplýsing-
ar um verustað konu og barna herra
Szezleparskys, en svo Iiét rússneski
maðurinn.
Bobbí braut stöðugt heilann um,
hvernig hún ætti að fara að því
að hjálpa Rússanum til að finna
ástvini sína. En henni datt ekki
neitt ráð í hug. Henni þótti vænt
urn, að hann dvaldi hjá þeinr, því
að mamma hafði ánægju af því.
Hún vissi það vel, að mamma gat
naumast afborið það að láta liann
fá fötin af pabba, og þó gerði hún
það. „Mamma vill ekki aðeins vera
góð við okkur, hún vill vera öllum
góð,“ hugsaði Bobbí með sjállri sér.
Einn morgun kom pósturinn með
bréf. Það var skrifað utan á það til
Péturs, Róbertu og Fríðu. Þau urðu
mjög forvitin að vita frá hverjum
þetta væri, því að þau fengu ekki
oft bréf. Þau opnuðu það því í flýti
og lásu eftirfarandi:
„Kæru börn!
Okkur langar til að gefa ykkur
ofurlitla gjöf til að minnast snar-
ræðis ykkar og hugrekkis, daginn
sem þið stöðvuðuð járnbrautarlest-
ina og komuð með því í veg fyrir
hræðilegt járnbrautarslys.
Ykkur verður afhent gjöfin á
stöðinni kl. 3, þann 30. þ. m„ ef sá
staður og tími er hentugur fyrir
ykkur.“ Jabez Inglewood,
ritari j árnbrau tarfélagsi n s.
Aldrei á ævi sinni liöfðu börnin
lifað stærra augnablik. Þau þutu
upp til mömmu, sem einnig varð
glöð, og jók það enn meir á gleði
barnanna. „Ég ætla að þvo mússu
línskjólana ykkar undir eins,"
sagði manna. „Þið verðið að vera
vel til fara við þetta tækifæri."
Framhald.
Þriðji bekkur í sk(>la eiuuni átti ao
skrifa ritgerð um „Hjólhestinn hans
pabba“. Ritgerðin átti að vera 100 orð.
Tíu ára stúlka skrifaði eftirfarandi stíl:
Dag nokkurn ætlaði pabbi að hjóla
nokkurn spöl til að reka eitthvert erindi.
Nokkur hundruð metra frá heimili hans
þurfti liann að fara yfir járnbrautarteina,
en í sama bili kom lestin. Pabbi komst
til allrar hamingju klakklaust yfir tein-
ana, en reiðhjólið gjöreyðilagðist.
Þetta eru 42 orð, en liin 58 sagði hann,
þegar liann bar hjólið sitt heim mölbrotið.