Vorið - 01.09.1956, Page 31

Vorið - 01.09.1956, Page 31
V O R I Ð lOð Nokkuá, sem þiá þurfiá aá vita Sjúkdómai'. (Framhald). Það er löngu vitað, að sá, sem um langan tíma neytir sterkra, áfengra drykkja, hættir á að sýkja alvarlega lifur, hjarta, nýru o. fl. líffæri. Og læknar liafa einnig sannreynt, að drykkjuskapurinn leiði til tauga- veiklunar og sálsýki. Margir deyja „fyrir tímann“ si)k- um áfengisneyzlu. En vínneyzla er mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum. í Frakklandi, þar sem meira áfengis er neytt en í nokkru öðru landi Evrópu, er dánartala fólks á aldrinum 35—55 ára einnig hærri en annars staðar, eða 103 af hverjum 10 þúsundum. í Hollandi, þar sem minnst er áfengisneyzlan i álfunni, er samsvarandi hlutfallstala 38 af 10 þúsundum. Franskur vísindamaður, sem gjört hefir ýtarlegar athuganir á áfengis- nautn, sjúkdómum og dauðsföllum í sínu landi, telur, að upp og ofan sé vinneyzla meðorsök í dauða 60% þeirra, sem á aldrinum 35—50 ára eru taldir deyja úr krabba, heila- blæðingu, sjúkdómum í lijarta, lif- ur eða galli, sökum nýrnasteina, lungnaberkla, lungnabólgu, svo og við slys og sjálfsmorð, þ. e. að um 60% þessara hafa verið óhófsmenn á áfengi og það greitt leiðina sjúk- dómi og dauða. Aður fyrr trúðu bæði læknar og alþýða manna á lækningamátt áfengis í sjúkdómum. Og enn þá eru þeir til, sem álíta, að vínið sé hcppilegt gegn ofkælingu. En al- mennt veit fólkið nú, að þetta er ekki rétt. Áfengi læknar ekki þann sjúka. Það er, þvert á móti, með- verkandi að sýkingu líkamans. Áfengið er ekki aðeins gagnslaust sem meðal, það er skaðlegt og hættu- legt heilsunni. Áfengimautn. Sá, sem urn langan tíma neytir áfengra drykkja, hættir á að verða þræll Bakkusar. Smátt og smátt get- ur löngun í áfengi orðið svo sterk, að hann af eigin rammleik fái ekki staðið á móti. Þá er hann orðinn drykkjusjúkur. Þeir eru til, sem misnota áfengi, án þess að geta talizt drykkjusjúkl- ingar. — í Svíþjóð eru færðar skrár yfir alla þá, sem dærndir eru fyrir drykkjulæti; svo og þá, sem af öðr- um viðkomandi aðilum: dómstól- um, lögreglu, áfengisvarnarnefnd eru taldir liafa misnotað áfengi. Á 10 árum (1936—1945) voru 200 þús.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.