Vorið - 01.09.1956, Page 42

Vorið - 01.09.1956, Page 42
120 VORIÐ SKOTASAGA Maður nokkur hafði veðjað við félaga sinn um það, að hann skyldi geta ferðazt um alla Evrópu og hafa ekki annað í nesti en eina þurra kúaskán. Þetta gekk alls staðar vek Hvar, sem hann kom, tók hann upp kúaskánina og bað fólk að gefa sér svolítið af sykri út á skánina, en þá kenndu allir í hrjósti um hann, að þurfa að leggja sér slíkt til munns, og gáfu honum að borða góðan mat. En svo kom hann dag nokkurn til Skot- lands og barði að dyrum hjá skozkum bónda. Hann tók nú upp kúaskánina og bað eins og fyrr um ofurlítið af sykri. Bóndinn tók honum vingjarnlega. En í stað þess að gefa honum sykur, sagði liann: „Heyrðu, góði minn. Það er ómögulegt fyrir þig að borða þessa þurru og gömlu kúaskán. Komdu heldur með með út í fjós, og þar skaltu fá alveg nýja skán.“ —o— ÞRÝSTIÐ AFTUR Það var sögutími í barnaskólanum. Yfir- heyrslan gekk mjög stirðlega, og kennslu- konan missti að lokum þolinmæðina: „Svörin eiga að koma svo skjótt, eins og ég þrýsti á hnapp. Teljið upp höfuð- borgirnar fjórar á Norðurlöndum. — Já, Níels, svara þú.“ Níels stendur hægt upp af stólnum og hugsar sig um litla stund, en segir síðan: „Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur ...“ En svo dettur allt í dúnalogn í bekknum. Enginn svarar. En þá verður Ingi litli til j>ess að rjúfa jrögnina: „Styðjið jrér á hnappinn einu sinni enn, fröken." «•1111111111111111111111II.II 1 11111111111111111.. VORIÐ I Tímarit fyrir böm og unglinga. = Kemur út I 4 heftum á ári, minnst j : 40 blaðsíður hvert hefti. Árgangurinn : É kostar kr. 22.00 og greiðist fyrir 1. mai. i : Útsölumenn fá 20% innheimtulaun. 5 Útgefendur og ritstjórar: | É Hannes J. Magnússon, Páls Briems- : : götu 20, Akureyri, og É Eirikur Sigurðsson, Hrafnagilsstrxti É : 12, Akureyri. \ Prentverk Odds Björnssonar h.f. \ ............III............IIIIIII.IIIIIHII.II..... AÐ ÞEGJA Bóndi nokkur, sem bjó á afskekktu koti langt uppi í fjalli, auglýsti eftir vikapilti. Og litlu síðar kom knálegur piltur, sem gjarnan vildi fá stöðuna. Bóndanum leizt ekki illa á piltinn, en gaf honum samt efjtirfarandi upplýsingar varðandi starfið: „Ég vil láta þig vita það nú þegar, að ég er maður, sem ekki vill neitt mas eða orðagjálfur." „Það hentar mér ágætlega,“ svaraði pilturinn, ,,])ví að ég er heldur fátalaður. ' Svo leið liálft ár, og hvorugur mælti eitt einasta orð. Loksins rauf bóndinn þögnina og segir: „Þú hefur væntanlega tekið eltir því, að cg á hvíta hryssu?“ „Já,“ sagði pilturinn. Svo liðu enn sex þögulir mánuðir. En þá tekur bóndinn aftur til máls og segir: „Hvíta hryssan mín er dauð.“ Daginn eftir kom pilturinn til húsbónda síns og segir upp stöðunni. „Hvers vegna?" spyr bóndinn. „Þér líð- ur þó vel hérna á bænum." „Já, mér hefur liðið vel," svaraði pih- urinn. „En nú er ég orðinn dauðleiður a öllu þessu masi um gráu merina."

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.