Vorið - 01.03.1959, Side 5

Vorið - 01.03.1959, Side 5
JANÚAR—MARZ 1959 VORIÐ 1. HEFTI Ævintýriö u Það var einu sinni peningur, sem átti heima í vestisvasa, þegar þessi saga gerðist. Þetta var tveggja króna peningur og því allra peninga stærstur. Það var því ekki að furða, þótt hann liti nokkuð stórt á sig. Enda gerði hann það. Hann var nýbúinn að hagræða sér í öðru horni vasans og ætlaði að fá sér dálítinn blund, þegar hann tók eftir því, að hann var ekki einn þarna. Hann reis því upp við dogg og horfði út í myrkrið. „Gott kvöld!“ var sagt í hinu vasahorninu. „Gott kvöld!“ sagði stóri pening- urinn stuttaralega. „Hverjii eruð þið?“ „Ég heiti tuttugu-og-fimmeyring- ur. Við erum hérna nokkrir frænd- ur og félagar og vildum gjarnan biðja yður að segja okkur einhverj- ar fréttir. Við höfum verið lokaðir inni í klæðaskáp í marga daga og höfurn ekki heyrt neitt af því, sem við hefur borið síðustu daga. Það er þó líklega ekki komið stríð?“ 25. ÁRGANGUR m peninginn „Þú ert ekki málstirður, karl- inn,“ sagði stóri peningurinn. „Jú, ég hef nógar fréttir. En hverjir eru þarna fleiri?“ „Það er nú til dæmis hann litli bróðir minn, tíeyringurinn, svo er hérna fimmeyringur og tvíeyringur, en þeir eru nú ekki af minni ætt, og þykja ekki sérlega göfugir.“ Þetta síðasta sagði hann lægra og ætlaðist til að stóri peningurinn heyrði það einn. „Ja, skárri er það nú félagsskap- urinn, sem ég er kominn í,“ sagði stóri peningurinn. Tuttugu-ogfimmeyringurinn ætl- aði að fara að svara þessari móðgun, þegar nýr gestur kom í vasann. Sá var nú ekki í lakari fötunum sínum. Það glansaði á liann allan, þegar hann hlammaði sér niður á vasa- botninn og leit ekki við þeim, sem fyrir voru. Þegar stóri peningurinn sá þenn- an tigna gest, lækkaði í honum drambið. Hann reis upp, hneigði sig djúpt og sagði:

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.