Vorið - 01.03.1959, Qupperneq 16

Vorið - 01.03.1959, Qupperneq 16
12 V O R I Ð hjá henni, þar til vorið kæmi aftur, en faðir hennar huggaði hana með því, að verið gæti að Pipp kæmi aftur um vorið að Haukási. Nú var Pipp kominn. Pipp var karlfugl. Hann kom einn fagran sól- skinsdag í apríl. María þekkti hann þegar í stað, því að það var eitt- hvað, sem glansaði á fæti hans, og Pipp hafði fengið merkihring á fót- inn áður en hann fór með stóru flugvélinni til Afríku. Og þegar María söng fyrir Pipp og spurði hann hvar hann hefði verið, þá lét hún eins og Pipp svar- aði henni og svo söng hún: Þó Afríka eigi töframátt og uni ég þar um skeið við heiðið blátt. Til íslands norður óræð þrá mig ber. Ó, elsku litla vina trúðu mér. Á íslandi mitt ættaróðal er því ungum smáum þar í hreiður ber. Um bjartar nætur syng ég ástaróð því eitt sinn líka vagga mín þar stóð.1) En Pipp kom ekki aleinn frá Afríku. Hann hafði fengið sér konu, og María kallaði hana Vipp, því að henni fannst það nafn hæfa svo vel. Pipp og Vipp byggðu sér hreiður á fjósþakinu. Og einn dag þegar báðir fuglarnir voru að heiman að leita eftir mat, sagði Knútur í Nesi bezti leikfélagi Maríu: — Heyrðu María, eigum við að líta eftir hvernig Pipp og konunni hans líður á fjósþakinu? — Já, svaraði María, en hvernig eigum við að komast þangað upp? — Það er vandalaust. Við klifr- um bara upp á vagninn við fjós- vegginn. Komdu nú, við skulum flýta okkur áður en Pipp og Vipp koma heim aftur. Svo hlupu þau út að fjósinu, upp í vagninn, stóðu á tá og gægðust í hreiðrið. Það var svolítil liola und- ir einum þaksteininum, og þessi hola voru dyrnar að bústað þeirra Pipp og Vipp. Þau urðu að gægjast til skiptis, til þess að vera ekki hvort fyrir öðru. Það var mjög dimmt undir þaksteinunum, en þó sáu þau hreiðrið, sem þau Pipp og Vipp liöfðu byggt úr blöðum, stráum, hárum og fjöðrum og mörgu öðru smávegis. — En ég sé engin egg, sagði María. — Nei, þau verpa ekki fyrr en hreiðrið er fullbúið, sagð'i Knútur. Annars hefðu þau engan stað fyrir þau. — Það er rétt, sagði María. Hún var svolítið sneypuleg af því að hún hafði sagt þetta um eggin. J 1) Tlieódór Daníelsson þýddi vísurnar.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.