Vorið - 01.03.1959, Síða 33
V O R I Ð
29
félag Akureyrar. Hefur félagið haft
aðsetur sitt í Æskulýðsheimilinu í
Varðborg og stöðugt starfað síðan.
Ég kom fyrir skömmu til þessara
drengja, þar sem þeir voru að
störfum og átti tal við formann fé-
lagsins, Tómas Búa Böðvarsson.
— Hvað komið þið oft saman?
— Við komurn venjulega saman
þrisvar í viku og vinnum tvo tíma í
hvert sinn.
— Hafið þið engan leiðbeinanda?
— Nei, við erum alveg einir og
lijálpum hver öðrum.
— Hvað eru margir í félaginu?
— Við höfum oftast verið 10—12.
En við gætum bætt nokkrum
drengjum við.
— Hvaðan fáið þið efni til að
vinna úr?
— Við fáum það bæði úr verzl-
unum hér og frá Reykjavík.
— Af hverju eru lielzt gerð
módel í svona félagsskap?
— Algengast er að gera flug-
módel og bátamódel. En einnig er
hægt að gera módel af mörgu öðru
t. d. húsum. Börn erlendis gera
módel af járnbrautarlestum og
kappakstursbílum.
— Búið þið áðeins til flugmódel?
— Nei, við búum einnig til
módel af bátum og skipum. Af bát-
um eru það einkum hraðbátar.
Sjálfur er ég með skip sem stendur.
En á því er mikið verk. En mest er
unnið að flugvélum og eru þær vin-
sælastar.
— Eru það aðeins svifflugur?
— Nei, við höfum einnig vél-
knúnar vélar. Hreyflana fáum við
úr Tómstundabúðinni í Reykjavík.
\'élflugurnar eru eftirlíkingar af
stærri vélum. Þær eru tvenns kon-
ar, línustýrðar flugur og frítt fljúg-
andi.
— Hvað gerið þið svo við svif-
flugurnar?
— Við rennum þeim þar til þær
skemmast. Þá búum við til aðrar
nýjar. En vélknúnu flugurnar og
liraðbátana getum við átt.
Ég dáist að áhuga drengjanna og
þakka fornranninnum greið svör.
Svo óska ég þessum drengjum
ánægjulegra stunda við þessa
skemmtilegu tómstundaiðju.
____________________________E- Sig.
Frá útgefendum
Undanfarin ár hafa verið stöðugar verð-
liækkanir á prentun og pappír vegna vax-
andi dýrtíðar. Síðastliðið ár hækkaði verð
á pappír mjög nrikið, einkum góðum
pappír, eins og Vorið var prentað a.
Nú um áramótin lá því ekki annað fyr-
ir en annað hvort hækka áskriftargjald
Vorsins að nrun, eða að prenta það á ó-
dýrari pappír. Síðari kosturinn var tek-
inn í því trausti, að það nryndi verða
kaupendum frekar að skapi. En fyrir
bragðið verður pappírinn ekki eins
skemmtilegur og verið hefur.
Verð ritsins helzt því óbreytt, eða að-
eins 25 krónur.
Vorið óskar svo öllum kaupendum sín-
um árs og friðar og allrar guðs blessunar
á komandi ári og þakkar viðskiptin á
liðnum árum.