Vorið - 01.03.1959, Síða 35

Vorið - 01.03.1959, Síða 35
V O R I Ð 31 bara heimska, því að þegar við er- um orðnar fullorðnar og giftum okkur, getur vel verið að við setj- umst að á tunglinu." Barny var alltaf jafn alvarlegur. ,,Þess vegna finnst okkur það góð hugmynd, að klúbburinn okkar velji sér það verkefni að kynnast tunglinu sem be/.t, svo að við viturn eitthvað um það, hvað okkar bíður, ef það á fyrir okkur að liggja að komast þangað,“ hélt Britta áfrarn og var nú orðin áköf. . . . „Við ákváðum að velja okkur tunglið að viðfangsefni, af því að það er næst okkur allra hnatta og menn komast þangað eflaust fyrst. Við ætlum líka að kaupa okkur stjörnusjónauka, svo að við getum séð fjöllin og gíg- ina á tunglinu.“ Nú hló hinn frægi rithöfundur, en það var vingjarnlegur hlátur. „Jæja, svo að þið viljið eignast stjörnusjónauka?“ sagði hann. „Ég sé að þið Iiafið séð vel fyrir öllu. Og hvað hefur klúbburinn yfir mikl- um peningum að ráða til þessa fyr- irtækis?" „Ja, við ætlum að reyna að vinna okkur inn peninga," sagði Britta. „Við ætlum að taka að okkur að gæta barna, vökva garða og fara með hunda á gönguferðir. . . . “ Nú tók Barny fram í fyrir henni. „Þá atvinnu skuluð þið fá nú þeg- ar. Við höfum átt hér heima einn mánuð, en höfum samt ekki get- að fengið neinn til að fara með liundana okkar út í náttúruna til að viðra þá. Komið nú með mér til móður minnar og við skulurn ræða þetta mál.“ Frú Barny varð undrandi, er hún sá þessar fjórar telpur, en áður en hún fékk ráðrúm til að spyrja, hafði sonur hennar útskýrt allt saman. Hún gat ekki stillt sig um að hlæja, þegar hún heyrði urn hina fyrirhug- uðu rannsókn á tunglinu. En hún varð ákaflega þakklát, er hún lieyrði, að þær ætluðu að hjálpa henni með hundana, og eftir nokkr- ar mínútur hafði samkomulag náðst um það atriði. Áður en telpurnar fóru, gekk Barny með þeim út í garðinn og sýndi þeim hundana. Það var stór rauðhærð tík, sem hét Venus, og fjórir ljómandi fallegir og fjörugir synir hennar. Fyrir hundagæzluna, fyrir að fara með hundana á gönguferðir tvisvar á dag, áttu telpurnar að.tfá fast vikukaup. En í kaupbæti ætlaði Barny að gefa þeim góð ráð varð- andi geimferðir, t. d. hvaða bæknr þær skyldu lesa. En varðandi stjörnusjónaukann, sagðist hann vita um einn, sem væri dálítið not- aður og nryndi því fást fyrir lægra verð. Þannig var öllu vel fyrir kom- ið og telpurnar tóku þegar við starfi sínu. Þegar þær voru á sinni fyrstu göngu með hundan, sáu þær í fyrsta skipti hina dularfullu stúlku með

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.