Vorið - 01.03.1959, Síða 36

Vorið - 01.03.1959, Síða 36
32 V O R I Ð ljósa liárið. Britta kippti í bandið á þeim hvolpinum, sem hún teymdi og starði upp í gluggann á mjög hrörlegu húsi, sem stóð á árbakkan- um. Hún sá einmitt í þessum svif- um telpuhöfuð með ljósum og lirokknum lokkum horfa út um gluggann. Stór tár hrundu niður magrar kinnar hennar, og svo hafði allt í einu komið ljót liönd, sem dró tjaldið fyrir gluggann. „Sáuð þið stúlkuna í gluggan- um?“ spurði Britta. „Ég sá stúlk- una,“ sagði May. „Hvað er með hana?“ „Hún veifaði í fyrstu til okkar, en svo fór hún að gráta,“ sagði Britta og horfði upp í gluggann. „Og svo kom einhver hönd, sem var eins og kló, og dró tjaldið fyrir gluggann. Hvers vegna fékk hún ekki að veifa til okkar. Hvers vegna var hún að gráta? Hún var svo sorg- bitin á svipinn, og ég held, að hún hafi ætlað að tala við okkur. En ef þarna er einhver inni, sem ekki vill leyfa henni það, er líklega ekkert við því að gera.“ Næstu vikur kom það í ljós, að drengirnir, kunningjar telpnanna öfunduðu þær af að hafa komizt í kynni við liinn fræga rithöfund, en telpunum þótti gaman að og þótt- ust góðar að hafa þó einu sinni náð undirtökunum. En þótt þeim þætti gaman að stríða drengjunum ofur- lítið og skemmtilegt að fara göngu- ferðir með hundana, gátu þær varla um annað hugsað en litlu stúlkuna í glugganum. Þær höfðu ákveðið að reyna að upplýsa þetta leyndármál, en vissu þó ekki, hvernig þær ættu að fara að því. Og þannig var ástatt, þegar þær sáu liana í annað sinn. Þarna sáu þær ljósa kollinn henn- ar halla sér út um opinn gluggann. Og þegar þær kornu nær, urðu þær þess varar, að stúlkan hafði einnig komið auga á þær. Og nú veifaði Britta til hennar og stúlkan veif- aði á móti. „Halló!“ kallaði Agnes og benti á hvolpinn, sem hún teymdi. Stúlk- an með gullbjarta hárið teygði fram báða handleggina móti litla hund- inum og hallaði sér lengra út um gluggann. En þá hvarf hún skyndilega eins

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.