Vorið - 01.03.1959, Qupperneq 38

Vorið - 01.03.1959, Qupperneq 38
34 V O R I Ð ana. Gætuð þið ekki komið með þá inn svolitla stund?“ „Auðvitað,“ sagði Britta. Og e£t- ir andartak voru allir hvolparnir komnir inn í herbergið ásamt móð- ur sinni. Og eftir nokkra stund var litla stúlkan orðin bezti vinur þeirra allra. „Stúlkan heitir Jóhanna,“ sagði gamla konan. „Hún og móðir henn- ar hafa búið hérna hjá mér síðan faðir hennar dó fyrir tveimur ár- um.“ „Mamma fer nú bráðum að koma,“ sagði Jóhanna. „Hún vinn- ur í búð hérna skammt frá.“ „Það hlýtur að vera ákaflega ein- manalegt fyrir þig hérna,“ sagði Britta, og fann til innilegrar sam- úðar með þessari litlu stúlku, sem bundin var við hjólastólinn alla daga, og hafði ekki aðra við að tala en gömlu konuna. „Við komum til þín með hundana líka á morgun,“ sagði hún um leið og hún fór. „Við förum hvort sem er hérna fram hjá á hverj- um degi.“ Þegar þær voru aftur á leið heim til Barnys með hundana, töluðu þær allar í einu, og þeg- ar þær höfðu gengið leiðina á enda, var búið að gera alveg nýja áætl- un, sem átti að koma í staðinn fyr- ir rannsókn á tunglinu. „Það hefur sjálfsagt komið eitt- hvað skemmtilegt fyrir ykkur,“ sagði frú Barny, þegar hún sá telp- urnar, og svo sögðu þær henni alla söguna, og Britta lauk máli sínu á jtessa leið: „Ef hún hefði bara einn af þess- um nýtízku hjólastólum úr léttum málmi, gæti hún farið um húsið, og við gætum tekið hana með okkur í smáferðir. Hún sagði að móðir sín væri að reyna að spara saman peninga fyrir slíkan stól, en það myndi taka mjög iangan tíma. Frú Barny lét í 1 jós samúð sína með litlu stúlkunni, en Britta hélt áfram: „Og nú erum við búnir að ákveða að nota peningana okkar,

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.