Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 11
ZACHARIAS TOPELIUS:
lykill maríu meyjar
María mey var níu ára gömul, þegar
^nna móðir liennar sagSi viS liana einn
^aginn:
Farðu til Elísabetar frænku þinn-
ar i Betaníu og sæktu gulllykilinn minn,
Sem ég gleymdi hjá henni í gær. En
g®ttu vel að honum og týndu honum
ekki, vegna þess að hann hefur þá nátt-
Uru> að hann getur opnað öll hjörtu
mannanna.
María mey var mjög ánægð yfir því,
að henni var trúað fyrir svo mikilvægu
Mutverki. Hún flýtti sér mjög mikið,
hljóp hér um bil alla leiðina. Sólin
skein í heiði yfir Jerúsalem og það var
geysilega heitt.
Litla stúlkan varð þreytt, en hélt samt
áfram að hlaup a. Á þessari leið var brú
Lf*r lækinn Kedron og hún heyrði læk-
illu gjálfra:
Hvers vegna viltu ganga yfir
l'rúna? Vaddu heldur gegn utn tæra
Valnið mitt. Þú átt í augum þínum hina
Jorföldu stjörnu bernskunnar: Þú ert
sönn, góð, hlýðin, og svo auðmjúk, að
v,ð viljum gjarnan kyssa bera fætur
Pína.
• Ég má ekki vera að því, svaraði
nri'a mey og hljóp áfram án þess að
d°ka við.
Lækurinn varð einn eftir með fiðrild-
unum og skordýrunum, sem suðuðu yf-
ir vatninu í skugga fíkjutrésins.
— HvaS áttu við með því að vera
sönn? spurði lítil fluga með sex svarta
bletti á rauðu vængjunum sínum. Hún
var að skríða upp eftir einni greininni
á pílviðartré.
— ÞaS er að látast vera betri en
aðrir, svaraði köngurlóin og reyndi að
spinna vefinn svo grannan og fínan að
flugurnar gætu ekki séð hann.
— En hvað þýðir að vera góður?
hélt flugan áfram, sem ekki var fylli-
lega ánægð með svarið sem hún fékk.
■— ÞaS þýðir að hugsa um sjálfan
sig og stinga aðra til dauðs, svaraði geit-
ungurinn.
— Hvað er að vera hlýðinn?
— ÞaS er að vera eigingjarn og að
stinga broddflugu, sagði geitungurinn,
suðaði og snerist svo ógurlega, að hann
datt í lækinn og var nærri drukknaður.
— Jæja, jæja, en livað er að vera
auðmjúkur?
— HvaS skyldi það vera annað en
að klæða sig svo glæsilega, að allur
heimurinn dáist að manni, svaraði gull-
fuglinn um leið og liann flýtti sér að
breiða úr glitrandi vængjunum móti sól-
inni.
— FyrirgefiS að ég spyr svo fávís-
VORIÐ 57