Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 47
auðvitað glápt u allir á mig eins og
eg væri afturganga. En verst þótti
er að ég gat ekki farið í sundlaug-
ai'tíma á eftir.
Gunnhildur Stefánsdóttir,
Akureyri.
—0—
SUÐURFERÐ
í sumar sem leið var ákveðið að
e8 fengi að fara með mömmu og
Pabba suður til Reykjavíkur. Ég
llafði aldrei áður komið suður og
^akkaði ég mikið til. Svo rann upp
sá langþráði dagur, að við lögðum
af stað og gekk ferðin vel. Ég sá
^a^’gt fallegt á leiðinni. Ég lield
*?er hafi fundist fallegast í Borgar-
fbði. Þegar við vorum komin suður
1 ^jarðvík um kvöldið, fór ég að
01 fa á sjónvarp, sem ég hafði
aldrei «éð áður og fannst mér það
gaman. Það var margt og mik-
^ að sjá þarna fyrir sunnan fyrir
ara stelpu eins og mig. Ég var
dftaf ag sj^ eitthvað nýtt. En það
Sern ég held að mér hafi þótt mest
^arnan að sjá og heyra var að fara
f jéðleikhúsið. Frændi minn bauð
? Ur með sér til að horfa á „Gísl“,
þSlít leikrit, sem var verið að sýna.
v er mikið ævintýri að koma í
jéðleihhúsið og skoða það. Loftið
í áhorfendasalnum er úr íslenzku
stuðlabergi og uppi á lofti er mikill
salur, sem við skoðuðum. Er hann
nefndur Kristalssalur. Þar er mál-
verk af Onnu Borg og fleiri leikur-
um, þar sá ég t. d. mynd af Davíð
Stefánssyni, skáldi. Þegar ég hátt-
aði um kvöldið, sá ég fyrir mér alla
þessa dýrð, þegar ég lokaði augun-
um.
Sigurlaug Tobíasdóttir,
Akureyri.
—0—
AXLABÖNDIN
Oft segir mamma okkur sögur af
okkur sjálfum, þegar við vorum
lítil. Ein sagan er svona: Mamma
fór með okkur bræðurna, mig 2ja
ára og bróðir minn 3ja ára á göngu.
Við gengum fram hjá túni, þar sem
hestur var á beit. Hann var með
beizli og við höfðum aldrei séð hest
með beizli fyrr. Þá hnippti bróðir
minn brosandi í mig og sagði:
Gunni, drengur, sérðu hestinn.
Hann er með axlabönd á hausnum.
Jóhann Gunnar Jóhannsson,
Akureyri.
Kennarinn: Hvað ertu gamall, Pétur?
Pétur: Sex óra.
Kennarinn: Hvenær varztu það?
Pétur: Á afmælinu mlnu.
VORIÐ 93