Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 18

Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 18
ÞEGAR SNÁTI VAR DÆMDUR TIL DÁUÐA í stóru blokkinni var ekki leyft að hafa dýr. Að vísu var hægt að sækja um það til byggingaráðsins, en reglurn- ar fyrir því að hafa hund eða kött, voru svo margbrotnar, að flestir létu það vera. Það var þess vegna árangurslaust fyrir krakkana að rella í pabba og mömmu að fá að hafa hvolp eða kettl- ing. Pabbi hugsaði til hinna ströngu skilyrða og að hann yrði að labba nið- ur marga stiga með hundinn, þegar hann þyrfti að fara út, eða að kettlingurinn „leggði eitthvað“ á ganginn — og svarið varð að vera nei. Það var eðlilegt, að alla krakk- ana, sem bjuggu í fjórum — fimm blokkunum í hverfinu, hungraði eftir að umgangast dýr. Það var sérstakt fyrir- bæri, ef þau mættu hundi eða ketti að fá að strjúka þeim. Á Tanganum — sem hverfið þeirra hét, — voru nokkr- ar „villur“ og sumir eigendur þeirra áttu hund, en hann fékk mjög sjaldan að koma út fyrir girðinguna, og „blokk- ormarnir“ voru engir aufúsugestir inn- an girðinga. Mikil varð gleði barnanna, þegar hundur einn fór að venja komur sínar að blokkunum. Hann virtist auðsjáan- lega vera „herralaus“. En það var liann samt ekki, en eigandinn kærði sig ekki um að hafa hann í bandi, og virtist ekki hirða mikið um hann. Eftir einhverjum óskiljanlegum leiðum vissu krakkarnir hvað hann hét um leið og hann birtist. „Snati!“ var hrópað í öllum áttum við blokkirnar. Og Snata fannst líka gam- an að leika sér við svona margt smáfólk. Hann kom til þeirra allra minnstu í sandkössunum og lofaði þeim að klappa sér eins mikið og þau vildu, en um leið sleikti hann þau ákaft í framan — svo á næsta andartaki var hann farinn að leika sér við stærri börnin, sem slógu bolta eða léku sér í ýmsum leikjum á götunni. Oftast var hann þó nálægt blaðaturninum, vegna þess, að hann var svo gráðugur í íspinna, og oftast fékk hann bragð hjá hinum mörgu vin- um sínum, ef þeir áttu fimmtíu aura til innkaupanna! Annars var þetta slæmur ávani hjá Snata, því að smárn saman varð hann svo áfjáður í ísinn og mjög ágengur í betlinu. Snati gat ekki skilið að þeir fullorðnu væru ekki eins góðhjartaðir og börnin, og hann stökk upp um gamla og unga til að fá sér bragð. Frúnum var lílið gefið um þessi fleðulæti hans og langa tunguna, svo að þær fóru að tala um þetta við menn sína, þennan leiða hund, sem gengi laus. Hann gat líka verið hættulegur .... „Eigandinn ætti að hafa þetta hund- spott sitt í bandi,“ sögðu hinir og þess- ir. Og þeir sem reiðaslir voru, töldu að slíkir lausingjar væru réttdræpir. En þá mótmæltu krakkarnir — ef þeir heyrðu til. ,Snati er góður og eng- inn má skjóta hann,“ nöldruðu þau 64 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.