Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 37

Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 37
heldur, að ég liafi tíma til að hugsa um svona strákapör núna.“ Stuttu seinna kom maöurinn heim. ^egar hann hafði klætt sig úr hlífð- arfötunum og hengt þau upp, settist hann við matborðið og sagði: „Þú getur ekki ímyndað þér, hvað ^om fyrir mig í dag. Það er það merki- ^gasta, sem nokkurn tíma hefur komið fyrir mig.“ f'-onan færði sig nær honum og hann lle^ áfram: „Eg var á heimleið, og var kominn n°kkuð langt inn í skóginn, þegar allt 1 emu skall á svarta þoka, svo að ég sá ekki veginn og vissi ekkert, hvaða leið eS fór. Lengi hélt ég þó áfram og fannst lller þó, að ég kæmist ekkert áfrarn. ^Ht í ejnu s/j grjHa j dauft Ijós, og stefndi ég á það í von um að finna ein- kvern, sem gæti vísað mér veginn. Þeg- ar mér virtist ég vera kominn nálægt Íósinu, hvarf það. En þá var ég stadd- nr við stórt eikartré, sem var holt að tteðan. Eg klifraði upp í tréð, til að skyggn- ast um og vita, hvort ég sæi ekki ljósið fftur. Það reyndist líka svo. Ég sá ljós- t®- En það var fyrir neðan mig. Djúpt ftl®ri í holu undir trénu skein ljósið. 'fs þegar ég horfði niður í þessa holu, Vlltist mér að ég sæi niður í kirkju. S þar var jarðarför. Líkfylgdin bar 11111 kistu, og nokkrir í líkfylgdinni voru S8erðir og reifáðir í umbúðir. En það ®etft mig furðaði mest á, var . . . Nei, fa® týðir ekkert að vera að segja þér t ta. £g er v;ss umj að þú trúir mér e*kt; það er svo ótrúlegt." E® konan hans bað hann að segja allt, og hún lofaði að trúa öllu, sem hann segði, hversu ótrúlegt sem það væri. Hundarnir lágu úti í horni og sváfu, en kötturinn stökk niður af stólnum og læddist til ungu hjónanna. Og það leit út fyrir að hann lilustaði með eins miklum áhuga á sögulokin og konan, og kannske ennþá áfjáðari. „Jæja,“ sagði maðurinn. „Líkfylgd- in var ekkert annað en — en eintómir kettir. Kistuna báru sex gráir kettir, en á undan gengu átta hvítir kettir, og báru þeir allir logandi blys. Ofan á kist- unni var kóróna og sverð. —“ Lengra komst hann ekki. Kötturinn hljóp með ópum og gaura- gangi inn í reykháfinn og klifraði í gegn um liann upp á þak. En um leið sagði hann svo skýrt, að bæði hjónin skildu hvert orð. „Þá hefur hann fengið banasár í bar- daganum! Pétur kóngur er dauður, og ég er orðinn kóngur allra katta.“ Svo hvarf hann eins og elding, og ungu hjónin sáu aldrei framar þann há- æruverðuga gest. Kr. S. Sigurðsson þýddi. ★ Kópumyndin ó 1. hetti var af Elisabetu Gcirmundsdóttur, Akurcyri, þar sem hún vann a'ö konulikneski úr snjó í garði sínum. VORIÐ 83

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.