Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 34
bekknum, til að fullvissa sig um, að eng-
inn hefði orðið var við það. Hún hallaði
sér aftur á bak í stólnum og reyndi að
láta sem ekkert væri, beit saman tönn-
um og bað þess í hljóði, að skólabjallan
hringdi sem allra fyrst. Með þennan
mikla sársauka gekk hún í síðasta sinn
út úr St. Nicholas skólanum, án þess að
hafa hugmynd um það sjálf. Roddy
hjálpaði henni heim, eins og svo oft
áður.
Nokkrum dögum síðar fann hún aftur
til þessa skerandi sársauka í bakinu, og
í þetta sinn hélzt hann miklu lengur,
heldur en í skólanum á dögunum. Dag-
inn eftir var Janis flutt á sjúkrahúsið.
„Eg býst við, að þessar sjúku blóð-
frumur hafi nú dreift sér um allt tauga-
kerfi mergsins,“ sagði English, þegar
hann hafði skoðað hana. „Það er bezt,
að hún verði hér hjá okkur, svo að við
getum linað eitthvað þjáningarnar.“
Janis bar ekki á móti því, þegar faðir
hennar tilkynnti henni, að hún skyldi
leggjast inn á sjúkrahúsið aftur. Það
voru sársauka- og þreyludrættir í andliti
hennar, en kjarkur hennar var óbilandi.
„Eg er sannfærð um, að ég verð fljót-
lega heilbrigð,“ sagði hún, „Bíðið bara
við, eftir eina viku verð ég heima aftur“.
Dr. English tókst nú enn þá einu sinni
að fækka hvítu blóðkornunum með því
að gefa henni enn þá sterkari spraulur.
Eftir þrjá daga var hún komin á fætur
°g bljóp nú á milli gamalla vina í eld-
húsinu og stúlknanna á rannsóknarstof-
unni. Einnig kom hún við á stofunum,
þar sem yngstu sjúldingarnir lágu og
taldi í þá kjark. IJún hitti þar Ijóshærða
jafnöldru sína, sem hét Betty. IJún hafði
verið skorin upp, og hafði hún miklar
áhyggjur af að missa úr skólanum, svo
að hún varð himinlifandi, þegar Janis
bauðst til að lesa og reikna með henni.
Dag nokkurn kom nýr sjúklingur inn
á stofuna, sem Janis lá á. Það var lítil
stúlka, Susie að nafni, og liafði Janis
áður kynnst henni á sjúkralmsinu. Hun
var mjög mikið veik og var því bæö*
einmana og óttaslegin. Janis hughreysti
Susie með því, að hún skyldi verða
hennar einka vinkona. „Þú þarft alls
ekki að kalla á hjúkrunarkonurnar, þ°
að þig vanti eitthvað, láttu mig bara
vita.“
Og þetta loforð hélt hún. Hún fæi'ði
lienni vatnsglös, hjálpaði henni að mat-
ast og hughreysti hana. Hún slétti ur
rúmfötum hennar fyrir hvern lieim-
sóknartíma og sagði: „Mundu nú, að
láta ekki eitt einasta tár læðast fraiU)
þegar mamma þín og pabbi koma, þau
hafa víst nógar áhyggjur samt.
Duglegust var Janis við að hjálpa
hjúkrunarkonunum við litlu börnim
Hún bjó um rúmin þeirra, las fyrir þau
sögur og teiknaði litríkar myndir handa
þeim. Eina nóttina vakti hún til morg-
uns við að hughreysta Dennu litlu, sem
var aðeins þriggja ára. Hún hafði lent i
slysi og lá nú í gipsi. Daginn eftir til-
kynnti yfirhjúkrunarkonan hálíðlega!
að hér eftir væri Janis „aðstoðarhjúkr-
unarkona“ á deildinni.
Þrátt fyrir þennan mikla kjark og ein-
beitni, sem Janis sýndi, var hún þó að-
eins barn, sem fann lil einmanaleika 1
þessum slóra heimi sjúkrahússins. HuU
hafði heldur aldrei gert sér í hugarlund
hvert raunverulega stefndi með heilsU
80 VORIÐ