Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 21

Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 21
stærstu börnunum fór Kari að teikna a spjöld, sem þau ætluðu að bera í göngunni. Þreyttir eitir svefnvana nótt höfðu öinir fullorðnu fengið sér blund eftir rniðdegisverðinn. Þá upphófust ógurleg læti úti. Það small í potthlemmum og ölikktrommum, það ýldi og hvein í rrr^rgs konar skrítnum hljóðfærum og yíirgnæfandi allan þennan hávaða, l^yrðist eins og í talkór: „Við heimtum a$ Snati fái að lifa!“ Nei, það var enginn friður fyrir þá, Se® astluðu að fá sér fuglsblund. Allir l^utu þeir út að gluggunum til að sjá, hvaða ósköp væru um að vera. I5eir komu nógu snemma til að sjá kröfugönguna hverfa fyrir horn með spjöldin, og á þeim gátu þeir lesið með- al annars: „Snati er bezti vinur okkar!“, »Verið góð við dýrin!“ eða „Enginn skjóta Snata!“ Fullorðna fólkið reyndi að hrópa, að það vildi hafa svefnfrið, en köll þeirra clrukknuðu í hávaðanum og gangan, ^cð þeim stærstu í fararbroddi og hin- Uln smávaxnari í halarófu á eftir, fór Uieðfram endilangri blokkinni sinni og beygði sjg'an meðfram liinum, og þar slógust fleiri krakkar í hópinn og síð- an var labbað til baka sömu leið. Þeg- ar krakkarnir voru komnir að horninu, þar sem þau byrjuðu gönguna, fóru þeir fullorðnu að loka gluggunum og l1ugsuðu, að nú færu þau að hætta þess- Uln látum. En nei, fylkingin sneri við °g kom aftur sömu leið til baka og köllin hljómuðu hærra eftir því sem fleiri orguðu. Það bjargaði engu, þótt lullorðna fólkið rifist og skammaðist yfir ótímabærum krakkaólátum, „kröfu- gangararnir“ gengu beint af augum og virtust alltaf fjölga. Sumu af fólkinu varð þó á að brosa að vitleysunni. Það voru þeir, sem voru viðkvæmir fyrir þessari umhyggju fyr- ir flækingshundi og fannst að það vitn- aði um vorkunnsemi og brjóstgæði. Hefði það bara gerzt á öðrum tíma en einmitt í hvíldartímanum. Allra verst voru lætin fyrir utan glugga Teits. „Húff, þessi stelpa,“ taut- aði hann, því að hann vissi vel, að Kari mundi vera ein af forsprökkunum. „Það er einkennilegt, hversu þeim þykir vænt um þennan hund,“ hugsaði hann undrandi og fór að velta því fyrir sér, að börnin í blokkunum væru ekki ofhaldin hvað snerti samveru við dýr. Sjálfur hafði hann alizt upp í sveit og verið samvistum við dýr. Honum kom í hug, að þeim væri vorkunn, börnun- um á götunni. Hversu oft hafði Kari ekki beðið um að fá að eignast lítinn hund? Teigur vissi, að það hefði verið kærkomnara en bæði reiðhjól og ball- kjóll. Hann brósti og fór í jakkann, þegar allra mestur hávaðinn var við glugg- ann. Að vissu leiti var það víst hann, sem var orsök ólátanna, og þess vegna bar honum að sjá um að allir sunnu- dagar yrðu ekki eyðilagðir fyrir full- orðna fólkinu. Það sló þögn á hópinn, þegar Teigur kom út á tröppurnar. Sumir urðu hik- andi, það sá hann, en engum datt í hug að flýja. Eins og eftir umtali hófu þau rödd sína á ný: „Við heimtum að Snati fái að lifa, við heimtum að Snati VORIÐ 67

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.