Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 10

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 10
auglitis við dauðann úti í eyðimörkinni, haíði truflað dómgreind hans og mein- aði honum að hugsa af skynsemi. Við bjarmann af bálinu skaut Bob Molly og risti skinnið í langar ólar og þurrkaði þær við eldinn, því næst gjörði hann aktygi úr ólunum og snærum úr netinu þeirra. Þegar dagaði næsta morgun, voru Fred og Bob tilbúnir til heimferðar, og nú voru hundarnir þrír spenntir fyrir sleðann. Þótt á sleðanum væri iítið ann- að en fiskurinn, sem þeir höfðu veitt, svo og einn pottur og steikarpanna, áttu hundarnir fullt í fangi með að geta dregið hann, og þeir Bob og Fred máttu oft hjálpa til að koma sleðanum áfram. Þegar Fred varð það ljóst, að með hverju skrefi nálguðust þeir félagar of- urlítið lífið og menninguna, komst nokk- ur rósemi á taugakerfi hans, en hann gat þó ekki varist þeirri kvíövænlegu hugsun, að fyrr eða síöar hlytu þeir að láta lífiö af kulda eða hungri. Fyrstu dagana gátu þeir félagar haft langar dagleiðir. En auk þess þurftu þeir á hverju kvöldi að safna við í eldinn og í fátæklegt skýli yfir nóttina. En áreynsl- an og hið einhliða fæði gerðu þá brátt máttfarna, og fimmtu nóttina, sem þeir sváfu við bálið, varð Fred veikur, og daginn eftir treysti hann sér ekki til að halda áfram. Bob kom honum fyrir á sleðanum og þeir streyttust við að komast enn suður á bóginn. Þó að Bob væri þreyttur, er þeir tóku sér náttstað um kvöldið, varð hann þó að höggva við í eldinn og al- einn mátti hann koma upp næturskýl- inu handa félaga sínum og hjúkra hon- um eftir föngum. Þessa nótt gat hanit aðeins sofið stund og stund með því að halla sér upp að trjábol í nánd við bál- ið. í dögun næsta morgun sauð hann síðasla fiskinn, sem hann skipti að mestu á milli hundana. Svo bjó hann sig til ferðar á ný og lagði enn af stað í suðurátt í von um að finna einhverja inannabústaði fyrir kvöldið. Þegar hann ætlaði að hjálpa Fred til að komast út á sleðann, en þar hafði hann komið fyr- ir nokkrum steinum, sem hann hafði hit- að við báiið, sagði Fred: „Nei, skildu mig nú eftir, Bob, taktu vasabókina mína og reyndu að bjarga sjálfum þér.“ „Verlu ekki með neinn þvætting!“ sagði Bob gremjulega. „Annað hvort komumst við báðir af eða hvorugur.“ Hann hagræddi svo Fred á sleðanuni og ók áfram. Hann kallaði hvatningar- orð til hundanna og reyndi að létta und- ir með þeim. — Nú var annað hvort — eða.--------- Bob varð oft að nema staðar til að hvíla sig. Undir kvöld, þegar hann var alveg að þrotum kominn, heyrði hann þunga dynki hvað eftir annað. HonuiU varð Ijóst, að þetta hljóð kom frá skóg- arhöggsmönnum. Hann spralt á fætur og kallaði til hundanna. Sólin var að ganga til viðar, og skógarhöggsmennirn- ir hlutu að vera í þann veginn að hætta vinnu sinn.i, því að nú heyrði hann enga dynki meir. En litlu síðar kom sleðinn inn á ein- hverja fasta braut og hundarnir tóku til fótanna. Þeir höfðu veður af því, að ferðin myndi brátt á enda. Litlu síðar sá Bob ljós, sem kom fr® 104 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.