Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 46

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 46
Svo var það eitt kvöld seint í nóvember, þegar gæsirnar voru sem oftar inni í húsinu sínu, að smá gæsahópur kom fljúgandi og sveim- aði gargandi nokkra hringi yfir hús- inu, þar sem gæsirnar okkar voru. Þeir, sem þetta heyrðu, héldu að hópurinn væri að kalla á þær, og það voru orð að sönnu, því að nokkru seinna fóru þær alfarnar út. Veturinn leið og vorið kom. Vormorgunn einn, er verið var að mjólka kýrnar, heyrðu menn að grágæs gargar einhver ósköp fyrir utan fjósið. Þegar nánar var að gætt, þekktu menn gestinn. Þarna var önnur gæsin komin með villt- an maka. Hann var hræddur og mjög var um sig í fyrstu, en vand- ist þessu brátt. Þau voru alltaf öðru hvoru heima en fóru þó eitthvað til að verpa um mitt sumarið, en komu þó ekki með neina unga. I haust fóru þær út aftur og von- umst við til að sjá þær aftur heilar á húfi í vor. Hannes Jóhannsson, Stóru-Sandvík. Ensk herdeild hafði með sér lítinn apa sem heillagrip. Dag nokkurn, þegar deildarforing- inn var ekki við, dó apinn, og eftirfarandi símskeyti var sent til deildarforingjans: — Apinn er dauður. Eigum við að kaupa annan eða bíða eftir þér? — o— Haraldur, syndaselur bekkjarins, kom oi seint í skólann eins og stundum oftar, og kenn- arinn skilur ekki ástæðuna. Eftirfarandi samtal átti sér svo stað: — Hver er ástæðan til þess, að þú kemur oi seint í dag?“ — Klukkan mín gekk of fljótt. — Bull, þá hefðir þú ekki komið of seinl- — Nei, þá hefði ég ekki komið of seint. — Nú, hvers vegna komstu þá of seint? — Klukkan mín gekk of hægt. — Segir þú þetta satt? — Nei, það gjöri ég ekki. — Segðu mér þá afdráttarlaust, hvers vegn® þú komst of seint. — Af því að klukkan stóð. — Nú segir þú alltaf sitt á hvað. Ætlastu til að ég trúi þessu? — Nei, ég ætlast ekki til þess. — Vertu nú svo heiðarlegur að segja »er hvers vegna þú komst of seint. — Af því að klukkan er hjá úrsmiðnum- — Nei, nú er nóg komið. Þegar allt kemu’ til alls er kannski engin klukka heima h)a þér? — Nei, engin klukka. Nautakaupmaðurinn sendi símskeyti hein* 1 til konu sinnar: — Get ekki komið heim aftur í dag, þv' það fer ekki bátur héðan, sem tekur nauú fyrr en á morgun. —-o— Mamma: — Hefurðu nú enn verið í áflOÉ' um og misst tvær framtennur? Lárus: — Nei, mamma, ég hef ekki misst þær, — ég hef þær í vasanum. —o— — Pabbi, ég get dálítið, sem þú getur ekk'- — Jæja, hvað skyldi það vera? — Að vaxa. Ráðningar á gátum á bls. 142: 1. Einir sokkar. — 2. Þvottasvampurinn. 3. Aðeins einu sinni, eftir það er talan lægrI en 180. — 4. Talan 6. — 5. Skór. — 6. Vind' myllan. — 7. Dyrnar. 140 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.