Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 48

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 48
Ég sagði honum svolítið frá útreikning- um mínum og svo bjó hann til nokkur dæmi um það, hvað hvert svöluhreiður væri þungt og hversu mikið hver munn- fylli af leir og væri mikið — og um flug- vegalengdir og allt slíkt og þessi dæmi áttu svo drengirnir að reikna. Ég held, að þetta hafi borið betri árangur en þótt þeir hefðu fengið nokkra löðrunga. — Já, það er liverju orði sannara, pabb.i, sagði Óli. — Þeir áttu að reikna öll dæmin heima, og þú veizt að við erum ekkert hrifin af því. — Sjáið þið hvað þær fljúga hátt í dag, sagði Metta. — Þá verður gott veður áfram. Þetta skildi Lassi ekki, en Óli útskýrði fyrir honum, að það væri nokkuð, sem gamla fólkið sagð.i: „í góðu veðri fljúga skordýrin hátt, í röku lofti neð- arlega, og þá haga svölurnar sér alveg eins. Við sjáum þær niður við vatnið á hverjum degi. Þær fljúga þar alveg niður við vatnsskorpuna og grípa mý- flugurnar, þegar þær koma þangað til að verpa eggjunum.“ Lassi sat lengi og horfði á iðnu svölu- hjónin. Allt í einu datt hvít klessa niður í andlitið á honum. Börnin hlógu. — Láttu þér standa á sama, sagði Stína. — Þetta boðar hamingju, segir máltæk- ið. En farðu að vatnsdælunni og biddu Mettu að þvo þetta af þér. — Já, sagði Óli. — Vertu feginn, að þetta var ekki einn af storkunum, sem langaði til að gera þig hamingjusaman, þá hefðurðu fengið að kenna á því! /. S. þýddi. GÁTU R 1. Ilvað er það, sem hefur tvo fótleggi og tvo fætur, en getur þó ekki gengið? 2. Hvað er það, sem er fullt af holum, en ekki er hægt að hella vatni í? 3. Hve mörgum sinnum er hægt að draga töl- una 18 frá 180? 4. Ilvað er það, sem verður stærra við það að snúa því við? 5. A daginn er ég fullur af kjöti og blóði, en á nóttunni stend ég tómur. Hver er ég? 6. Hver hefur fjóra vængi en getur þó ekki flogið? 7. Það er ekki inni, og það er ekki úti, menn sjá það daglega. Hvað er það? Ráðningarnar eru. á bls. 140. BARNABLAÐIÐ MAGNI 75 ÁRA Þann 15. apríl síðastliðinn átti norska harnablaðið Magni 75 ára afmæli. I tilefni af afmælinu kom út myndarlegt afmælisblað. Magni er gott og skemmtilegt barna- blað, myndskreytt. Blaðinu hefur tek- ist að sameina það tvennt að taka upP nýjan búning en flytja norskum börn- um sígildar hugsjónir. Magni hefur alltaf verið bindindis- blað, og er nú gefið út af norskum bind- indissamtökum. Vorið óskar Magna til hamingju með afmælið og þakkar ágætt samstarf a liðnum árum. E. Sig. LESENDUR VORSINS! SýniS vinum ykkar VoriS og spyrjiS ]>á, hvort ]>eir vilji ekki gerast kaupendur aS ]>ví. SendiS áskrift. VORIÐ, Pósthólf 177, Akureyri. 142 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.